Enginn hefur greinst með E. coli-sýkingu á landinu síðan 19. júlí síðastliðinn og enginn einstaklingur hefur greinst eftir að hafa verið á smitstaðnum, Efstadal II, eftir 18. júlí. Þann dag hófust þar viðamiklar aðgerðir sem miðuðu að því að stöðva útbreiðslu E. coli-smits. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlæknisembættinu. Vonir eru bundnar við að þetta gefi til kynna að faraldrinum sé að ljúka.
Undanfarna daga hefur saursýnum sem send hafa verið til rannsóknar á sýklafræðideild Landspítalans jafnframt fækkað umtalsvert.
Þá er ekkert barn nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins en nokkrum börnum er enn fylgt eftir vegna sýkingarinnar. Alls hafa 22 einstaklingar greinst með E. coli sýkingu, þar af tveir fullorðnir og 20 börn. Ekki er að vænta frekari upplýsinga af E. coli-smiti fyrr en eftir helgi.
E. coli-faraldrinum vonandi að ljúka

Tengdar fréttir

Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið
Sterkur grunur leikur á því að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga.

Engin ný tilfelli af E. coli
Engin ný tilfelli af E. coli greindust í dag þegar saursýni frá fimmtán einstaklingum voru rannsökuð með tilliti E. coli-sýkinga.

Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir.