Fordæma „opinbera aðför“ þingmanna Pírata gegn Birgittu Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 13:26 Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu Jónsdóttur í trúnaðarráð Pírata. Vísir/Samsett Rúmlega fjörutíu manns, sem segjast félagar í Pírötum, hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista þar sem framganga áhrifafólks innan flokksins gagnvart Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni Pírata, er fordæmd. Varaþingmaður Pírata sem skrifar undir listann segir ekki um að ræða stuðningsyfirlýsingu við Birgittu af sinni hálfu heldur yfirlýsingu um óánægju með framkomu valdafólks innan Pírata. Tilefni undirskriftalistans, sem Stundin greindi fyrst frá í dag, er hitafundur Pírata sem haldinn var þann 15. júlí síðastliðinn. Þar fór Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata ófögrum orðum um Birgittu, sem sóttist eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en var hafnað. Þá var Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einnig á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Fleiri Píratar stigu fram í kjölfarið og lýstu samskiptum sínum við Birgittu. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2015 til 2017, sagði Birgittu til að mynda af beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata lýsti því jafnframt í viðtali við Stundina að Birgitta hefði komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og Píratar verið meðvirkir gagnvart henni of lengi.Sjá einnig: Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“Í yfirlýsingu með undirskriftalistanum, sem 43 hafa skrifað undir þegar þetta er ritað og birtur er undir yfirskriftinni „Ekki í mínu nafni“, segir að undirritaðir harmi þá atburðarás sem varð á umræddum fundi í júlí. Hin „opinbera aðför“ sem Birgitta hafi orðið fyrir af valdafólki innan flokksins sé með öllu ólíðandi. „Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi. Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. „Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.Mynd/Stöð 2Ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu Á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna er áhrifafólk innan Pírata. Þar má nefna Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur fyrrverandi varaþingmann, Þórólf Júlían Dagsson, oddvita Pírata í Reykjanesbæ, og Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmann Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður segir í samtali við Vísi að hún hafi litlu við málið að bæta sem ekki kemur þegar fram í yfirlýsingunni. „Ég held að þetta sé hófsöm birtingarmynd óánægju með framgöngu ákveðinna einstaklinga á fundinum.“ Hún segist ekki líta á sig sem sérstaka stuðningskonu Birgittu. „Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu. Þetta er óánægja með framgöngu ákveðinna einstaklinga á opinberum fundi í garð persónu einstaks félagsmanns í Pírötum,“ segir Álfheiður.Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Rúmlega fjörutíu manns, sem segjast félagar í Pírötum, hafa ritað nafn sitt undir undirskriftalista þar sem framganga áhrifafólks innan flokksins gagnvart Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanni Pírata, er fordæmd. Varaþingmaður Pírata sem skrifar undir listann segir ekki um að ræða stuðningsyfirlýsingu við Birgittu af sinni hálfu heldur yfirlýsingu um óánægju með framkomu valdafólks innan Pírata. Tilefni undirskriftalistans, sem Stundin greindi fyrst frá í dag, er hitafundur Pírata sem haldinn var þann 15. júlí síðastliðinn. Þar fór Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata ófögrum orðum um Birgittu, sem sóttist eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en var hafnað. Þá var Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einnig á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Fleiri Píratar stigu fram í kjölfarið og lýstu samskiptum sínum við Birgittu. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn frá 2015 til 2017, sagði Birgittu til að mynda af beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður Pírata lýsti því jafnframt í viðtali við Stundina að Birgitta hefði komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk og Píratar verið meðvirkir gagnvart henni of lengi.Sjá einnig: Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“Í yfirlýsingu með undirskriftalistanum, sem 43 hafa skrifað undir þegar þetta er ritað og birtur er undir yfirskriftinni „Ekki í mínu nafni“, segir að undirritaðir harmi þá atburðarás sem varð á umræddum fundi í júlí. Hin „opinbera aðför“ sem Birgitta hafi orðið fyrir af valdafólki innan flokksins sé með öllu ólíðandi. „Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi. Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. „Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi.Mynd/Stöð 2Ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu Á meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna er áhrifafólk innan Pírata. Þar má nefna Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur fyrrverandi varaþingmann, Þórólf Júlían Dagsson, oddvita Pírata í Reykjanesbæ, og Álfheiði Eymarsdóttur, varaþingmann Pírata í Suðurkjördæmi. Álfheiður segir í samtali við Vísi að hún hafi litlu við málið að bæta sem ekki kemur þegar fram í yfirlýsingunni. „Ég held að þetta sé hófsöm birtingarmynd óánægju með framgöngu ákveðinna einstaklinga á fundinum.“ Hún segist ekki líta á sig sem sérstaka stuðningskonu Birgittu. „Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við Birgittu. Þetta er óánægja með framgöngu ákveðinna einstaklinga á opinberum fundi í garð persónu einstaks félagsmanns í Pírötum,“ segir Álfheiður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04
Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið svo erfitt að kalla hafi þurft til vinnustaðarsálfræðings. 19. júlí 2019 15:15
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00