Gekk berserksgang í hálfan sólarhring Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2019 08:24 Gerry Dean Zaragoza tókst að skjóta fjóra til bana áður en hann var handtekinn. LAPD Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri skaut föður sinn, bróður og tvo aðra til bana í Los Angeles í gær. Hann var að lokum yfirbugaður af lögreglu sem segir að á manninn, Gerry Dean Zaragoza, hafi runnið tólf klukkustunda „ofbeldisæði.“ Ekki er vitað hvað vakti fyrir manninum en lögreglan gengst þó við því að hafa vitað að hann kynni að vera hættulegur umhverfi sínu. Zaragosa hóf skothríðina á heimili foreldra sinna, sem bjuggu í blokk skammt frá Canoga-garði, á öðrum tímanum að næturlagi að staðartíma. Þar skaut hann föður sinn og bróður til bana auk þess sem hann skaut móður sína í handlegginn. Hún var flutt á sjúkrahús og telst á batavegi. Samstarfsmaður föður Zaragosa segir í samtali við CBS að hinn látni hafi reglulega kvartað undan hegðun sonar síns. Byssumaðurinn hafi ánetjast fíkniefnum, verið ofbeldishneigður og neitað að vinna fyrir sér.Eftir að Zaragosa hafði lokið sér af í foreldrahúsum telur lögreglan að hann hafi skotið fyrrverandi kærustuna sína til bana. Það á hann að hafa gert á bensínstöð um 45 mínútum eftir fyrri árásina. Aukinheldur á hann að hafa skotið starfsmann bensínstöðvarinnar sem sagður er hafa slasast lífshættulega. Því næst er talið að Zaragosa hafi reynt að ræna mann sem hugðist taka pening úr hraðbanka, áður en hann stökk um borð í strætisvagn þar sem hann hleypti af byssu sinni. Einn farþeganna er sagður hafa látist áður en bílstjóranum tókst að opna dyr strætisvagnsins og hleypa öðrum farþegum út. Það var svo um klukkan 15 síðdegis daginn eftir sem lögreglu tókt að yfirbuga Zaragosa. Hann er sagður hafa kvartað undan meiðslum en lögreglan segist þó ekki hafa skotið hann. Hann var þó fluttur á sjúkrahús þar sem hlúð hefur verið að sárum hans. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins enda stóð ofbeldisæði Zaragosa yfir í rúmar 12 klukkustundir sem fyrr segir. Hér að ofan má sjá umfjöllun CBS Los Angeles um málið.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira