Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 07:46 Barnier (t.v.) og Juncker (t.h.) heilsast með virktum í Evrópuþinginu. Þeim hugnast ekki hugmyndir nýja breska forsætisráðherrans. Vísir/EPA Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55