Tvöfalt fleiri sektaðir fyrir að nota símann undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 20:30 Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann. Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lögreglan fær í auknu mæli ábendingar um ölvunarakstur eða varhugavert aksturslag sem síðan reynist, við frekari athugun, vera símanotkun undir stýri. Átak lögreglunnar hefur leitt af sér tvöfalt fleiri sektir vegna notkunar farsíma undir stýri. Í nýjum umferðalögum sem taka gildi næstu áramót eru brot vegna notkunar farsíma undir stýri skilgreind betur en í fyrri lögum. Nýju lögin ná til allra snjalltækja eða annarra raftækja sem truflað geta aksturinn. Einnig ná þau ekki bara til ökumanna vélknúinna ökutækja, heldur ökutækja almennt og bendir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á að það þýði að hjólreiðar séu nú meðtaldar. „Við fáum stundum tilkynningar frá almennum borgurum um ölvunarakstur. Þegar við svo stöðvum viðkomandi kemur í ljós að hann er ekki undir áhrifum áfengis, heldur í símanum og var úti um alla götu. Enda hafa niðurstöður rannsókna sýnt að það mætti jafnvel jafngilda ölvunarakstri að vera í símanum undir stýri,“ segir Guðbrandur. 1. maí 2018 hækkuðu sektir vegna símanotkunar undir stýri úr 5000 krónum í 40. þúsund krónur. Í kjölfarið fór lögreglan í átak en árið 2017 voru tæp 400 slík brot skráð en árið 2018 hátt í 1000. Það sem af er ári hafa sex prósent fleiri brot verið skráð en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan. En 654 hafa þegar verið sektaðir, þessa fyrstu sex mánuði ársins. Guðbrandur segir að sektin bíti þá sem teknir eru en aukið eftirlit lögreglu sé ástæða fjölgunar skráðra brota en hann telji ekki fleiri vera að tala í símann en áður undir stýri. „Þetta er mikið hættubrot. Það er oft niðurstaða eftir til dæmis aftan á keyrslur að viðkomandi hefur ekki verið með athygli á veginum, heldur í símanum eða á skjáborðinu á samfélagsmiðlum eða einhverju öðru slíku. Það er alveg fráleitt í okkar huga að ökumaður sem á að bera ábyrgð og horfa á veginn fram undan sé að rýna í símann,“ segir hann.
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira