Gerðu sushi-köku á Unglingalandsmóti UMFÍ UMFÍ kynnir 25. júlí 2019 14:30 Björg Gunnlaugsdóttir hefur sótt Unglingalandsmót UMFÍ frá því hún var 6 vikna gömul. „Ég hef farið á öll unglingalandsmótin frá því ég var 6 vikna gömul, árið 2006, en þá var elsta systir mín orðin 11 ára og keppti. Síðan þá höfum við fjölskyldan mætt. Ég og þrjár eldri systur mínar höfum allar byrjað að keppa 11 ára og verið duglegar að taka þátt,“ segir Björg Gunnlaugsdóttir, 13 ára frá Egilsstöðum. Hún ætlar sannarlega að skella sér á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina og keppa í frjálsum íþróttum og fótbolta. Núna fara eingöngu foreldrar hennar með þar sem eldri systurnar eru vaxnar upp úr mótinu. Björg segir hvert einasta landsmót hafa verið skemmtilegt og mælir með því að allir krakkar sem orðnir eru 11 ára skrái sig og taki þátt. Dagskráin sé fjölbreytt og stemmingin góð. „Það er frábært að koma til að keppa og allir geta fundið eitthvað sem hentar þeim. En það var líka alltaf gaman að mæta á mótið sem yngra systkini því það var svo margt í boði og mikið um að vera,“ segir Björg. „Stemmingin er „helluð.“ Það er svo gaman að hitta krakka alls staðar af landinu og vera með þeim í alls konar keppnum og skemmtidagskrá. Svo er stemmingin á tjaldsvæðinu alveg geggjuð. þetta er skemmtilegt fyrir alla.“Björg ásamt frænku sinni Olgu Ingibjörgu en saman tóku þær þátt í kökuskreytingakeppni á síðasta móti.Björg hefur prófað ýmsar greinar á Landsmótum og tók meðal annars þátt í kökuskreytingakeppni ásamt frænku sinni, Olgu Ingibjörgu Einarsdóttur. Olga er í Kópavogsskóla og er í UMSK en Björg í Egilsstaðaskóla og í UÍA. Kökuskreytingin var undir japönskum áhrifum. „Þemað í fyrra var hafið. Við bjuggum til sushi og skreyttum bitana með kókosmjöli, lakkríslengjum og hlaupi þannig að kökurnar litu út eins og alvöru sushibitar. Þetta var mjög skemmtilegt. Við höfðum gaman af að taka þátt saman og það var líka skemmtilegt hvað okkur tókst að gera flott sushi og hvað það vakti mikla athygli,“ segir Björg.Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði er í fullum gangi og lýkur á miðnætti 29. júlí.Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ. Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Sjá meira
„Ég hef farið á öll unglingalandsmótin frá því ég var 6 vikna gömul, árið 2006, en þá var elsta systir mín orðin 11 ára og keppti. Síðan þá höfum við fjölskyldan mætt. Ég og þrjár eldri systur mínar höfum allar byrjað að keppa 11 ára og verið duglegar að taka þátt,“ segir Björg Gunnlaugsdóttir, 13 ára frá Egilsstöðum. Hún ætlar sannarlega að skella sér á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina og keppa í frjálsum íþróttum og fótbolta. Núna fara eingöngu foreldrar hennar með þar sem eldri systurnar eru vaxnar upp úr mótinu. Björg segir hvert einasta landsmót hafa verið skemmtilegt og mælir með því að allir krakkar sem orðnir eru 11 ára skrái sig og taki þátt. Dagskráin sé fjölbreytt og stemmingin góð. „Það er frábært að koma til að keppa og allir geta fundið eitthvað sem hentar þeim. En það var líka alltaf gaman að mæta á mótið sem yngra systkini því það var svo margt í boði og mikið um að vera,“ segir Björg. „Stemmingin er „helluð.“ Það er svo gaman að hitta krakka alls staðar af landinu og vera með þeim í alls konar keppnum og skemmtidagskrá. Svo er stemmingin á tjaldsvæðinu alveg geggjuð. þetta er skemmtilegt fyrir alla.“Björg ásamt frænku sinni Olgu Ingibjörgu en saman tóku þær þátt í kökuskreytingakeppni á síðasta móti.Björg hefur prófað ýmsar greinar á Landsmótum og tók meðal annars þátt í kökuskreytingakeppni ásamt frænku sinni, Olgu Ingibjörgu Einarsdóttur. Olga er í Kópavogsskóla og er í UMSK en Björg í Egilsstaðaskóla og í UÍA. Kökuskreytingin var undir japönskum áhrifum. „Þemað í fyrra var hafið. Við bjuggum til sushi og skreyttum bitana með kókosmjöli, lakkríslengjum og hlaupi þannig að kökurnar litu út eins og alvöru sushibitar. Þetta var mjög skemmtilegt. Við höfðum gaman af að taka þátt saman og það var líka skemmtilegt hvað okkur tókst að gera flott sushi og hvað það vakti mikla athygli,“ segir Björg.Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði er í fullum gangi og lýkur á miðnætti 29. júlí.Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ.
Frjálsar íþróttir Íþróttir Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Sjá meira