Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júlí 2019 13:27 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. FBL/GVA Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“ Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Sjá meira
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar með Ásgeiri Jónssyni nýjum seðlabankastjóra. Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. Á síðasta ári kom út skýrslan Framtíð íslenskrar peningastefnu. Skýrslan var afrakstur vinnu starfshóps ríkisstjórnarinnar en í honum sátu hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson sem er nýskipaður seðlabankastjóri, Ásdís Kristjánsdóttir og Illugi Gunnarsson. Vinnan gekk út frá þeirri forsendu að krónan yrði framtíðargjaldmiðill Íslendinga og voru því tillögur starfshópsins afmarkaðar við það. Það var niðurstaða skýrsluhöfunda að Íslendingar hefðu í raun og veru aðeins tvo valkosti miðað við þessa forsendu. Annars vegar að halda áfram með sjálfstæða peningastefnu undir merkjum verðbólgumarkmiðs. Eða að hætta að reka sjálfstæða peningastefnu og festa gengi krónunnar varanlega niður með myntráði sem fæli í sér að öll innlend seðlaútgáfa væri tryggð með erlendum gjaldeyri. Niðurstaða starfshópsins var sú að það væri betra að halda áfram í sjálfstæða peningastefnu með 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. Fastgengisstefna fæli í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika því þá væri engum lánveitanda til þrautavara til að dreifa.Nýr vinnustaður Ásgeirs, Seðlabanki Íslands.Vísir/VilhelmStarfshópurinn lagði hins vegar til að húsnæðisliðurinn yrði undanskilinn úr þeirri verðvísitölu sem verðbólgumarkmið Seðlabankans næði til. Til þess væru nokkrar leiðir færar, Seðlabankinn gæti miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis eða samræmda vísitölu neysluverðs. Ekki má því búast við straumhvörfum við rekstur peningastefnunnar með nýjum seðlabankastjóra enda er hlutverk Seðlabankans lögbundið og er það einkum tvíþætt. Að stöðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Ásgeir Jónsson var spurður í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hvort vænta mætti breytinga með nýjum seðlabankastjóra. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur með nýjum mönnum en það liggur líka fyrir að það er búið að samþykkja ný lög um Seðlabanka Íslands sem taka gildi í janúar. Þær fela í sér breytingar, meðal annars sameiningu Seðlabankans við Fjármálaeftirlitið og ýmsar aðrar breytingar. Það liggur fyrir að mitt hlutverk verður að fylgja þeim breytingum eftir.“ Ásgeir sagði að Íslendingar þyrftu ekki að kvíða framtíðinni. „Það er aldrei ástæða fyrir því að vera með kvíða en alltaf ágæt að hafa vara á hlutum. Okkar staða er mjög góð. Við höfum fengið 7 til 8 ára hagvöxt. Hagkerfið hefur vaxið um þriðjung á þessum 7 – 8 árum. Á sama erum við að sjá gott jafnvægi í hagkerfinu. Það er enn viðskiptaafgangur, það er ekki verðbólga, atvinnustig tiltölulega gott og við höfum ekki séð neina aukna skuldsetningu á síðari árum. Okkar staða er góð þannig lagað en við erum að fara að sjá niðursveiflu í hagkerfinu að einhverju leyti, það er allavega að hægja á því.“
Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 „Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
„Hann sparaði ekki stóru orðin á óheppilegum tíma rétt fyrir hrun“ Ráðning Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í stöðu Seðlabankastjóra var tilkynnt í gær og hefur þeim tíðindum ýmist verið mætt með fögnuði eða gagnrýni. 25. júlí 2019 11:00
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12