Erlent

Eiga yfir höfði sér fangelsisvist fyrir slagsmál í Disneyland

Birgir Olgeirsson skrifar
Um fjölskylduharmleik er að ræða en myndbandið fór víða á samfélagsmiðlum fyrr í mánuðinum.
Um fjölskylduharmleik er að ræða en myndbandið fór víða á samfélagsmiðlum fyrr í mánuðinum. YouTube
Gestir skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem tóku þátt í slagsmálum sem náðust á myndband eiga yfir höfði sér fangelsisvist.

Um fjölskylduharmleik er að ræða en myndbandið fór víða á samfélagsmiðlum fyrr í mánuðinum. Þar sést kona hrækja framan í andlit bróður síns sem varð til þess að maðurinn ákveður að slá systur sína í andlitið.

Í kjölfarið urðu mikil átök á milli fjölskyldumeðlima en gestir Disneyland reyndu að stilla til friðar áður en öryggisverðir komu á svæðið.

Sá sem er í bleika bolnum heitir Avery Desmond-Edwinn Robinson en fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að hann eigi yfir höfði sér sjö ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur um alla ákæruliðina. Hann er ákærður fyrir líkamsárás og fyrir að stofna lífi barns síns og annarra barna í hættu.

Systir hans Andrea Nicole Robinson á yfir höfði sér tveggja og hálfs árs fangelsisvist en hún á að hafa slegið kærustu Avery í andlitið. Eiginmaður Andreu Nicole, Petrie, á yfir höfði sér sex mánaða fangelsisvist fyrir sinn þátt í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×