Blanda saman tveimur ólíkum heimum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:00 Mikael og Lilja eru að undirbúa tónleikaferð um landið þar sem þau flytja eigið efni. Fréttablaðið/Stefán Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Systkinin Mikael Máni og Lilja María Ásmundsbörn halda í tónleikaferðalag um landið í lok júlí og byrjun ágúst. Tónleikaröðin hefst í Ólafsfjarðarkirkju 27. júlí, síðan spila þau í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, í Akureyrarkirkju, Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit og enda í Mengi, Reykjavík, föstudaginn 9. ágúst. Á efnisskrá er verk sem þau sömdu í sameiningu sérstaklega fyrir þessa tónleikaferð. Mikael er nýfluttur heim frá Svíþjóð en Lilja býr í Hollandi en flytur til London í haust þar sem hún hefur doktorsnám í tónsmíðum. Þau voru hvort í sínu landinu þegar þau sömdu verkið sem þau flytja í tónleikaferðalaginu. „Við búum á sitt hvorum staðnum og sömdum sjö lög hvort. Það skipti okkur miklu máli að hafa heildarsvip á verkinu og við sömdum því sögu í þjóðsagnastíl og byggðum verkið á framvindu sögunnar. Þannig gátum við unnið sitt í hvoru lagi að sama efniviði. Lilja vinnur aðallega í samtímaklassík og ég er með djassbakgrunn og tónlistin okkar blandar þessum tveimur ólíku heimum saman,“ segir Mikael.Ákveðin heild Spurð hvort lög þeirra séu lík eða gjörólík segir Lilja: „Þau eru ólík en mér finnst þau um leið mynda ákveðna heild. Stundum tók ég stef úr lögum Mikaels og vann þau á nýjan hátt þannig að það má greina laglínur hans en lögin eru samt allt öðruvísi en lög hans.“ Mikael spilar á gítar og spiladós og syngur. Lilja spilar á píanó og fiðlu og syngur og stýrir rafparti tónlistarinnar sem er byggður á umhverfishljóðum og hljóðum úr hljóðfærum, þar á meðal heimagerðum spiladósum. „Þessi rafheimur blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna,“ segir hún. Spurð hvort þau hafi áður unnið saman segir Lilja: „Í fyrra þegar ég var að gera meistaraverkefnið mitt þá samdi ég verk fyrir Mikael. Þar vorum við að vinna náið saman og skoða samband tónskáldsins og flytjandans. Þetta nýja verk kviknaði út frá því að okkur langaði til að gera meira og skoða enn frekar línurnar á milli tónskáldsins og flytjandans. Vegna þess að við höfum fylgst með sköpunarferli hvort annars frá byrjun og þekkjum tónlist hvort annars mjög vel þá fær flytjandinn mjög frjálsar hendur í þessu verki og það myndast ákveðnir spunakaflar út frá því.“Engar hindranir „Það er mjög sérstakt fyrir mig að spila tónlistina hennar Lilju,“ segir Mikael. „Þegar ég spila djasstónlist og sönglög þá eru alls konar hindranir í harmóníu og laglínu sem ég þarf að veita athygli. Tónlist Lilju er mjög tær og abstrakt og þegar maður spilar hana þarf maður að setja alla athyglina í tilfinninguna. Það er það sem maður vill gera í allri tónlist en það er mjög auðvelt í tónlist Lilju því þar eru engar hindranir.“ „Ég finn mjög sterka tengingu við verkin hans Mikaels. Ég hef fengið að fylgjast með sköpunarferlinu og tengi vel við hugmyndir hans,“ segir Lilja. „Hann hefur einstakt lag á að finna fallegar laglínur og harmóníur og byggir upp mörg lög af ryþmum og áferðum sem mynda fallega heild í samspili. Hann veit svo vel hvað hann vill gera og það er afskaplega gaman að vinna með honum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira