Finnst það engin forréttindi að heyja í þessari náttúruumgjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 21:01 Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í viðtali við Stöð 2. Stöð 2/Einar Árnason. Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Afar misjafnt er milli sunnlenskra sveita hve snemma bændur hefja heyskap. Bóndinn á Nesjum í Grafningi hóf fyrsta slátt í síðustu viku og segist mánuði á eftir mörgum öðrum á Suðurlandi, - ekki aðeins sé sveitin kaldari heldur hafi þurrkar í sumar einnig hamlað sprettu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð yfir Bæjarvík sem bærinn Nesjar stendur við. Bæjarhúsin eru í skógarlundi fyrir miðri mynd. Hestvík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Ef velja ætti fegurstu bújarðir landsins má telja líklegt að margir myndu hafa Nesjar í Grafningi ofarlega á slíkum lista. Túnin teygja sig um nesin við suðvestanvert Þingvallavatn. Eyjarnar á vatninu, Nesjaey og Sandey, eru skammt undan og fjær blasa við fjöll eins og Botnssúlur, Skjaldbreiður og Hrafnabjörg.Traktor Nesjabóndans snýr heyinu. Fyrir miðri mynd má greina Arnarklett og síðan Nesjaey. Fjær er Sandey. Í fjallahringnum má sjá Botnssúlur, Ármannsfell, Skjaldbreiði, Hrafnabjörg og Kálfstinda, en einnig Arnarfell og Miðfell við vatnið.Stöð 2/Einar Árnason.Örn Jónasson bóndi er þó ekki að mikla fyrir sér náttúrufegurðina sem aðrir dásama. „Maður er vanur þessu frá æsku. Þetta er bara vaninn. Það kemur upp í vana þar sem þú ert,“ segir Örn og kveðst ekki líta á það sem forréttindi að vinna í þessu umhverfi. „Þetta er bara vinna eins og annað,“ segir hann. „Allir verða að yrkja eitthvað.“Séð yfir Nesjar í átt til Hengils og Dyrafjalla. Nesjavallavirkjun í krikanum til vinstri. Hestvík til hægri en Þorsteinsvík og Stapavík til vinstri.Stöð 2/Einar Árnason.Það vekur athygli okkar að meðan margir aðrir bændur á Suðurlandi eru komnir í annan slátt hófst heyskapur hér í síðustu viku. Bóndinn á Nesjum segist hafa byrjað slátt þann 17. júlí. „Þetta er allt svo kaldara hérna heldur en bara niður undir Selfoss. Það er mánuði á eftir hérna. Sérðu bara; ég er svo nálægt fjöllum,“ segir Örn og segir miklu muna á hitanum.Heyskapur á Nesjatúnum. Horft í átt til Hestvíkur.Stöð 2/Einar Árnason.„Og svo bara þurrkarnir í sumar. Það bara spratt ekki.“ -En hvernig lítur þetta þá út núna? „Jaaa. Þetta er allt í lagi. Það þýðir ekkert að vera að barma sér. Það kemur ekkert fyrir því.“ Hér má sjá viðtalið við Örn bónda:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16
Byrjar heyskap óvenju snemma og segir bændur eiga inni gott sumar Heyskapur er hafinn á Suðurlandi en bændur í Hreppum og Fljótshlíð slógu fyrstu tún sín á laugardag. Sunnanlands er þetta þremur vikum fyrr en í fyrra. 27. maí 2019 22:01