Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 13:51 Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. Samsett mynd Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“ Bretland Brexit Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Í tilefni af því að Boris Johnson var fyrir hádegi valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands hafa nokkrir breskir spaugarar birt fyndin myndskeið frá ýmsum tímabilum í lífi Johnsons við afar furðulegar aðstæður.Sjá nánar:Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherraEitt myndbandanna sem er komið í heilmikla dreifingu á ný er af því þegar Johnson festist í vírkláfi á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Hann renndi sér í kláfinum með miklum tilþrifum og veifaði tveimur breskum fánum á meðan en gamanið kárnaði þegar honum varð ljóst að hann var í raun pikkfastur. Í einu myndskeiði sést Johnson á fullu spani í ruðningsleik en hann þykir hafa tekið heldur gróflega á ungum mótherja sínum en Johnson tæklaði hann af öllu afli í jörðina. Í knattspyrnuleik sem hann tók þátt í náðist grátbroslegt atvik á myndband en þar sést hann á einum stað ætla sér að skalla boltann en bregst bogalistin því hann hitti ekki boltann en hæfði mótherja sinn aftur á móti beint í punginn.Myndband sem sýnir Johnson spjalla við háttsettan diplómata Caroline Wilson um borð í flugvél á leið frá Portúgal til Frakklands sýnir Johnson spreyta sig á frönsku. Hann bar ræðu sem hugðist flytja í París undir Wilson. Hann sagði að ræðan væri ekki nógu skemmtileg og að hann þyrfti að bæta við nokkrum bröndurum. Á svipbrigðum Wilsons mátti sjá að henni þótti ekki mikið til frönskukunnáttu Johnson koma og spurði hann hvort hann ætlaði sér í alvörunni að fjalla um utanríkismál á frönsku. Hún stakk upp á því að hann myndi þess í stað bara einungis lesa fyrirsagnirnar á frönsku. Johnson hélt nú ekki. „Þau elska þegar ég tala frönsku.“
Bretland Brexit Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira