Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:30 Mack Horton steig aldrei upp á verðlaunapallinn með þeim Sun Yang og Gabriele Detti. Getty/Maddie Meyer Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti. Ástralía Sund Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Ríkjandi meistarar gegn stjóralausu liði Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Leik lokið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Körfubolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Leik lokið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Í beinni: Southampton - Liverpool | Ríkjandi meistarar gegn stjóralausu liði Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Sjá meira
Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti.
Ástralía Sund Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Ríkjandi meistarar gegn stjóralausu liði Enski boltinn Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Fótbolti Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Enski boltinn Leik lokið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Körfubolti Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Fleiri fréttir Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Framarar slógu út bikarmeistarana Leik lokið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Afturelding í bikarúrslitin Írar fá NFL leik á næsta ári Barcelona burstaði Man. City og tók toppsæti riðilsins Í beinni: Southampton - Liverpool | Ríkjandi meistarar gegn stjóralausu liði Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Real Madrid fyrsti álfumeistarinn Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Undirbýr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk „Vissi hvað ég var að fara út í“ KR sótti Gigliotti Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sló í gegn á HM: Villtist á leið upp á svið og fagnaði eins og Cole Palmer „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Sjá meira