Kemur á óvart að flugfargjöld hækki ekki meira í verði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 14:39 Greiningaraðilar áttu von á því að flugfargjöld myndu hækka meira vegna minnkandi samkeppni eftir gjaldþrot WOW air. vísir/vilhelm Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér. Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Það kemur sérfræðingum í hagfræðideildum Landsbankans og Arion banka á óvart að flugfargjöld skuli ekki hafa hækkað meira á milli mánaða en raun ber vitni. Flugfargjöld hækka nú um 6,3% á milli mánaða og er 12% ódýrara að fljúga í júlí í ár en í júlí fyrir ári síðan. Fjallað er um þessa óvæntu og litlu hækkun, ef svo má að orði komast, bæði í hagsjá Landsbankans sem og í markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.„Á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn“ Í markaðspunktunum segir að flugfargjöld til útlanda hafi lengið verið óþægur ljár í þúfu greiningaraðila enda erfitt að spá í þróun hans milli mánaða: „Til þess að spá fyrir um þróun flugfargjalda höfum við notast við verðmælingar á netinu og söguleg gögn. Að þessu sinni gaf verðmæling okkar á netinu til kynna 28% hækkun á verði flugfargjalda á milli mánaða en tölfræðilíkan okkar, sem byggir á sögulegum gögnum, spáði 19% hækkun. Raunin varð hins vegar 6,3% hækkun á verði flugfargjalda til útlanda í júlí, sem er minnsta júlíhækkun frá árinu 2013, þegar flugfargjöld lækkuðu í verði. Þessi niðurstaða úr mælingu Hagstofunnar kemur okkur í opna skjöldu, enda á skjön við væntingar okkar og hornstein hagfræðinnar um framboð og eftirspurn,“ segir í markaðspunktum Arion banka.Minni samkeppni og betri sætanýting Í hagsjá Landsbankans segir að greinendur hafi átt von á því að flugfargjöld myndu hækka á milli ára, bæði vegna minni samkeppni í kjölfar gjaldþrots WOW air og vegna betri sætanýtingu hjá Icelandair. Í markaðspunktum Arion banka er einnig komið inn á gjaldþrot WOW air: „Frá falli WOW air í lok mars hefur verðmæling Hagstofunnar gefið til kynna að flugfargjöld fari hækkandi. Í apríl mældist í fyrsta skipti hækkun á verði flugfargjalda á milli ára, en fram að því hafði árstakturinn lækkað í hverjum einasta mánuði frá september 2015. Í júlí mældist aftur lækkun á verði flugfargjalda til útlanda milli ára, þvert á væntingar okkar. Erfitt er að segja til um hvað veldur og hvort um sé að ræða vísi að þróun næstu mánaða. Miðað við stöðuna á flugmarkaði um þessar mundir, fréttir af fækkun flugferða og varnarbaráttu flugfélaga myndi maður ætla að flugfargjöld muni halda áfram að hækka og að júlímánuður gefi ekki forsmekk af því sem koma skal.“Hagsjá Landsbankans má lesa hér og markaðspunkta greiningardeildar Arion banka hér.
Efnahagsmál Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira