Margrét fékk krabbamein en náði samt að klára FECC fyrst íslenskra kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 12:00 Margrét Sturlaugsdóttir þegar hún var að þjálfa Breiðablik. Hún varð að hætta með liðið vegna veikinda sinna. Vísir/Daníel Þór Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Körfuboltaþjálfararnir Margrét Sturlaugsdóttir og Sævaldur Bjarnason útskrifuðust um helgina úr FECC skóla FIBA í Tel Aviv í Ísrael og bættust þar með í hóp útvalda íslenskra körfuboltaþjálfara sem hafa klárað þetta nám. Margrét og Sævaldur eru númer sjö og átta í röðinni en hinir sem hafa klárað skólann eru Einar Árni Jóhannsson, Ingi Þór Steinþórsson, Hjalti Þór Vilhjálmsson, Ágúst Björgvinsson, Lárus Jónsson og Hallgrímur Brynjólfsson. Margrét er því fyrsta íslenska konan sem nær að klára þetta próf en það er evrópskt réttindanám í þjálfun körfubolta með áherslu á uppbyggingu afreksmanna/kvenna í körfubolta og kallast FECC eða FIBA Europe coaching certificate. Þetta var tveggja ára nám, þrjár sumarannir með krefjandi heimaverkefnum og heimildaritgerðum. Farið var á þrjú evrópumót A-deildar fylgst með og lært af þeim bestu. Þar með er ekki öll sagan sögð því Margrét Sturlaugsdóttir sýndi mikinn styrk og mikla þrautseigju í miðju náminu. Hún fékk krabbamein en hélst samt ótrauð áfram og kláraði prófið sem er eftirtektarverður árangur. „Hvað mig varðar þá var náttúrulega óheppilegt að greinast með krabbamein stuttu eftir fyrstu lotu en ég ákvað strax að nota það ekki sem neina afsökun þó að það hafi oft verið eilítið flókið en ég þurfti ég að fara til Riga á annarri önn hárlaus og frekar illa útlítandi, en með samþykki um að vera með sérvalið sjúkrahús sem ég gæti leitað ef eitthvað kæmi upp á. Það kom ekki til greina að að nýta ekki plássið fyrst ég varð fyrir valinu,“ sagði Margrét í viðtali við karfan.is. Lovísa Falsdóttir, dóttir Margrétar, sagði frá afrekum móður sinnar á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Mamma (@mstkef) útskrifaðist í dag úr FECC (FIBA Europe Coaching Certificate) náminu fyrst íslenskra kvenna. Hefur verið í þessu síðustu þrjú sumur, fékk krabbamein á meðan en rúllaði því líka upp. Mesti meistari sem fyrirfinnst, ég mun aldrei hætta að monta mig af þér pic.twitter.com/4QJHCYRNzn — Lovísa (@LovisaFals) July 21, 2019„Það er gaman að vera fyrsta íslenska konan sem sækir þessa gráðu en við vorum 11 kvenmenn af 66 sem hófu námið og þar af útskrifuðust 8 konur sem eru að þjálfa víðs vegar um Evrópu,“ bætti Margrét við. En hvernig ætlar Margrét að nýta námið. „Ég er er strax farin að huga að næsta skrefi en reyndar ekki búin að ákveða neitt. Það væri gaman að fara í að fræða aðra þjálfara eða jafnvel meira nám.. vantar fyrsta doktorinn í körfuboltafræðum á Íslandi nei segi svona… Ætli maður fari ekki að stússast eitthvað í körfubolta,“ sagði Margrét í viðtalinu við karfan.is. Það má finna viðtal karfan.is við Margréti og Sævald með því að smella hér. Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, er líka mjög ánægður með sína konu eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann má líka vera það.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira