„Tapaði“ meira en 86 milljónum króna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 23:15 Það gekk ekkert upp hjá J. B. Holmes á lokadeginum. AP/Matt Dunham J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum. Golf Opna breska Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
J. B. Holmes var búinn að koma mörgum á óvart með frammistöðu sinni á Opna breska meistaramótinu í golfi en átti skelfilegan lokadag á Royal Portrush í gær. Bandaríski kylfingurinn J. B. Holmes hrundi niður töfluna á lokadegi Opna breska risamótsins í golfi og tapaði í leiðinni gríðarlegum fjármunum. J. B. Holmes var einn í efsta sæti eftir fyrsta hringinn á fimmtudaginn og deildi síðan efsta sætinu með Shane Lowry eftir föstudaginn. Þá skildu leiðir. Shane Lowry spilaði stórkostlega á þriðja deginum en Holmes gaf aðeins eftir og var í þriðja sæti fyrir lokadaginn. J. B. Holmes var þá búinn að spila fyrstu 52 holurnar á 203 höggum eða tíu höggum undir pari. Hann spilaði hringina á 66, 68 og 69. Hefði J. B. Holmes haldið þriðja sætinu á lokahringnum þá hefði hann unnið sér inn 718 þúsund dollara í verðlaunafé. Það gekk hins vegar ekkert upp hjá honum á síðustu átján holum mótsins sem Holmes lék á 87 höggum eða sextán höggum yfir pari. Holmes endaði í 67. sæti, 22 höggum á eftir sigurvegaranum Shane Lowry sem hafði verið jafn honum eftir 36 holur. Lowry endaði mótið á 16 höggum undir pari en Holmes kláraði á sex höggum yfir pari. Í stað þess að fá 718 þúsund dollara þá fékk Holmes „bara“ 25.650 dollara í verðlaunafé. Hann „tapaði“ því í raun rúmlega 86 milljónum íslenskra króna á þessum skelfilega lokadegi sínum og það eru miklir peningar á örfáum klukkutímum.
Golf Opna breska Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira