Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Jarðakaup útlendinga Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar