Golf

Fyrsti risatitill Lowry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lowry fagnar.
Lowry fagnar. vísir/getty
Hinn írski, Shane Lowry, kom sá og sigraði er hann vann Opna-mótið sem fór fram í Norður-Írlandi síðustu daga en leikið var á Royal Portrush vellinum. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Þetta var fyrsti sigur Írans á stórmóti en hann spilaði stórkostlegt golf og var sigurinn í raun aldrei í hættu á lokahringnum í dag.







Lowry lenti í vandræðum á fyrstu holu og þá héldu einhverjir að þar myndi hann klúðra hlutunum en hann var efstur fyrir hringinn í dag. Það gerðist alls ekki.

Hringina fjóra kláraði Lowry á fimmtán höggum undir pari en næstur kom Everton stuðningsmaðurinn Tommy Fleetwood á níu höggum undir pari. Sjö höggum undir var í þriðja sætinu var Toni Finau.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×