Tvöfalt heljarstökk á torfærubíl | Myndband Bragi Þórðarson skrifar 21. júlí 2019 16:45 Tilþrif Hauks um helgina voru algjörlega mögnuð! Sveinn Haraldsson Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Haukur Viðar Einarsson leiddi Íslandsmótið í sérútbúna flokknum fyrir Bílanaust torfæruna sem fram fór við rætur Akrafjalls í gær. Keppnin var sú fjórða af fimm í Íslandsmótinu í sumar. Haukur missti alla möguleika á sigri í þriðju braut er hann festi Hekluna strax á fyrsta hól. Á tímabili var hann dottinn niður í níunda sætið en að lokum endaði Haukur sjötti. Tilþrif hans í sjöttu og síðustu braut keppninnar fara sennilega í sögubækurnar. Þar stökk Haukur tvöfalda bakfallslykkju með hálfsnúning, lenti á hjólunum og keyrði í burtu heill á húfi. Aldrei í 54 ára sögu torfærunnar hefur neitt þessu líkt skeð. Raunar í öllu mótorsporti á Íslandi hefur engum tekist að fara meira en eitt heljarstökk afturábak og endað á hjólunum. Þór sigraði og leiðir nú Íslandsmótið Þór Þormar Pálsson var annar á eftir Hauki í Íslandsmótinu fyrir Bílanaust torfæruna. Eftir mikil átök í grifjunum við rætur Akrafjalls í gær stóð Þór uppi sem sigurvegari. Sigurinn var hans annar á árinu og þýðir að nú leiðir Akureyringurinn Íslandsmótið. Forskot hans á Hauk þegar aðeins ein keppni er eftir eru fjögur stig, sem þýðir að Þór dugar að enda annar á eftir Hauki í síðustu umferðinni. Úrslit voru frekar óvænt um helgina, í öðru sæti varð Skúli Kristjánsson á Simba og þriðji varð Aron Ingi Svansson á Stormi. Þetta var í fyrsta skiptið sem Skúli og Aron enda á verðlaunapalli í sérútbúna flokknum í Íslandsmótinu í torfæru. Þór Þormar í í kjörstöðu til að verja Íslandsmeistaratitilinn eftir sigurinn um helgina.Sveinn Haraldsson Hörkuslagur í götubílaflokki Í flokki götubíla voru fimm bílar skráðir til leiks. Steingrímur Bjarnason á Strumpnum leiddi Íslandsmótið nokkuð örugglega með sjö stiga forskot á Óskar Jónsson á Úlfinum eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Steingrímur varð þó að sætta sig við fjórða sætið á laugardaginn en Óskar náði fyrsta sætinu. Ólafur Björnsson á Pjakknum endaði þó jafn Óskari að stigum í fyrsta sætinu. Óskar hafði betur í innbyrðist viðureignum þeirra og hirti því gullið. Óskar kom nýr inn í torfæruna í vor og hefur nú þegar unnið helming þeirra keppna sem hann hefur mætt í. Úrslit helgarinnar þýða að Steingrímur Bjarnason er nú einu stigi á eftir Óskari og verður slagurinn því harður þeirra á milli í lokaumferðinni. Fimmta og síðasta torfærukeppni ársins fer fram á Akureyri þann 17. ágúst. Steingrímur hefur ætíð staðið sig vel í grifjunum í Glerárdal og vann meðal annars aðra umferð Íslandsmótsins sem fór þar fram. Ríkjandi Íslandsmeistarinn í sérútbúna flokknum, Þór Þormar Pálsson, verður á heimavelli í lokaumferðinni og hefur hann verið algjörlega óstöðvandi í Akureyrartorfærunni síðustu ár. Haukur Viðar verður að vinna hann og stóla á að eitthver komi á milli hans og Þórs til að hrifsa titilinn af honum.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti