Anton Sveinn Mckee er einn fjögurra Íslendinga sem taka þátt á HM í 50 metra laug sem fram fer í Suður-Kóreu og hóf Anton leik í nótt, fyrstur úr íslenska hópnum.
Hann gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi sem hann synti á 1:00,32 og bætti þar með eigið met sem var 1:00,33
Anton bætti um leið Íslandsmetið í 50 metra bringusundi með millitímanum 27,66 en þar átti hann sömuleiðis gamla metið sem var upp á 27,73 sekúndur.
Þessi tími skilaði Antoni þó ekki inn í milliriðla en til þess að ná þangað hefði hann þurft að synda á 0:59,75 en hann hafnaði í 24.sæti.
Hann mun synda 50 metra bringusund og 200 metra bringusund síðar í vikunni.
Sport