Skilja áhyggjurnar eftir í sjónum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. júlí 2019 09:00 Marglyttur hvetja landsmenn til að styðja við boðsundið yfir Ermarsundið þannig að hægt verði að safna fjárhæð sem getur skipt máli fyrir Bláa herinn. Allt sem safnast umfram kostnað rennur óskipt til málefnisins. Áætlaður kostnaður vegna boðsundsins er um tvær milljónir króna en greiða þarf m.a. fyrir leigu á bát og laun skipstjóra, þátttökugjöld til sundfélags og fyrir flug og gistingu. Marglytturnar eru mættar í Nauthólsvík til að æfa. Þær eru sex talsins og æfa stíft þessa dagana fyrir boðsundið yfir Ermarsundið í september og á næstunni ætla þær allar að taka tveggja tíma langa sundæfingu í sjónum. Ermarsundið, sem stundum er kallað „Mount Everest sjósundfólks“ er 34 km leið á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris í Frakklandi. Sundhópurinn samanstendur af miklum afrekskonum sem allar stunda fjölbreytta útivist og íþróttir í náttúrunni. Marglytturnar eru Birna Bragadóttir ráðgjafi hjá Capaent og Íslandsmeistari í 1.000 m sjósundi, Sigrún Þ. Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem hefur synt ein yfir Ermarsundið og reyndar líka fyrsti Íslendingurinn sem gerði það í fyrstu tilraun. Brynhildur Ólafsdóttir fjallaleiðsögumaður, Sigurlaug María Jónsdóttir sundkona, Þórey Vilhjálmsdóttir útivistarkona og ráðgjafi hjá Capacent og Halldóra Gyða Matthíasdóttir þríþrautarkona. Fimm kvennanna eru landvættir, þær Þórey, Sigurlaug María, Brynhildur, Halldóra og Birna. Landvættirnar er fjölþrautafélag en til að geta orðið vættur þarf að afreka 50 km skíðagöngu á Ísafirði, hlaupa 32,7 km frá Dettifossi til Ásbyrgis, synda 2,5 km í Urriðavatni og hjóla 60 km frá Hafnarfirði, svokallaðan Bláa lóns hring.Birna, þú varðst Íslandsmeistari í sjósundi í fyrra, hefur þú æft lengi?Birna: Ég byrjaði að æfa fyrir þremur árum og varð nú eiginlega alveg óvart Íslandsmeistari í sjósundi. Fyrir tveimur árum varð ég í öðru sæti og kom sjálfri mér rækilega á óvart. Mér finnst ég frekar vera Íslandsmeistari í þrautseigju því ég neita að gefast upp.Það er ótrúlega skammur tími síðan? Hvað með ykkur hinar?Þórey: Ég byrjaði líka að æfa sjósund fyrir þremur árum, ég held það eigi við um okkur flestar nema Sigrúnu og Sillu sem eru meistararnir í hópnum. Sigrún er auðvitað almeistari því hún hefur synt Ermarsundið ein.Silla: Ég byrjaði fyrir fjórum mánuðum að æfa sjósund en er mikil sundkona, ég byrjaði sex ára að æfa sund og hef synt mikið í vötnum. Ég er fædd og uppalin í Lúxemborg og æfði þar.Halldóra: Ég hef heldur ekkert æft sund að ráði og hef einbeitt mér að öðrum íþróttagreinum hingað til, en sund er partur af þríþrautinni og ég hef að sjálfsögðu æft fyrir hana.Sigrún: Ég lærði skriðsund fyrst árið 2012, það er nú ekki lengra síðan. Ég fór svo fyrsta boðsundið í sjósundi yfir Ermarsundið árið 2013 og svo aftur ári síðar. 2015 synti ég ein yfir Ermarsundið.Hvað er það eiginlega við sjósundið sem heillar ykkur?Sigrún: Það er hreinlega bara eitthvað yfirnáttúrulegt.Þórey: Sjórinn er svo heilandi. Að fara í nokkrar mínútur í sjósund er eins og að fara á þriggja tíma æfingu. Maður fær sömu líðanina á eftir og skilur allar áhyggjur eftir í sjónum. Ef maður er eitthvað leiður eða þreyttur þá er langbest að fara í sjóinn.Og var fyrsta skiptið ekkert erfitt? Að yfirstíga kuldann?Birna: Jú, það var erfitt og mér finnst alltaf erfitt að fara í sjóinn. En það er hluti af þessu og er áskorun. Þegar maður kemst yfir það og er búinn að synda þá líður manni alltaf eins og sigurvegara. Maður hefur náð að sigrast á sjálfum sér.Brynhildur: Þetta ræsir líkamann, maður fyllist orku á fáeinum mínútum. Þetta er bara dásamlegt. En fyrsta skiptið hjá mér, áhrifin voru svo rosaleg. Ég kom upp úr, ég hafði bara rétt dýft mér ofan í og fannst eins og húðin hefði skroppið saman um eitt númer. Ég fann fyrir auknum krafti í öllum líkamanum og fannst ég þess vegna geta hlaupið maraþon þegar ég kom upp úr, maður sækir í þessi áhrif, aftur og aftur.Birna: Sumir spyrja hvort þetta sé ekki eins og að fara í köldu pottana í sundlaugunum. En það er alls ekki hægt að líkja því saman. Í sjósundi er maður með náttúrunni, í flæði. Það er ekkert sem truflar og maður hugsar aðeins um líðandi stund.Marglytturnar eru meiriháttar afrekskonur.Fréttablaðið/ValliHvernig varð þetta verkefni að veruleika?Þórey: Við vorum fjórar saman í Landvættunum og þessi hugmynd kviknaði fyrir tveimur árum. Við vildum finna mestu naglana með okkur og það var draumur að fá Halldóru og Sigrúnu með. Við hugsuðum með okkur, hvaða konur munu alls ekki klikka, ekki hætta við og eru bara eiturharðar og það eru þær!Sigrún: Ég þekkti Halldóru aðeins en hinar lítið sem ekkert. Ég er því að fara svolítið út fyrir þægindarammann. Ég byrjaði árið 2008 að synda sjósund og þá var ég í slæmu ásigkomulagi. Ég var við það að verða offitusjúklingur og þurfti að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Lífið tók stakkaskiptum, það er svo margt sem lagast andlega og líkamlega við það að synda sjósund. Þetta er svo heilsueflandi sport, nokkrar mínútur í sjónum eru eins og að öðlast nýtt líf. Þetta gerir mikið fyrir mann og ég hvet alla til þess að prófa. Ég bý í Mosfellsbæ og sumir spyrja: hvernig nennir þú að keyra alla leiðina úr Mosó til þess að synda nokkrar mínútur í sjónum? Þetta er svarið. Markmið Marglyttanna er fyrst og fremst að komast yfir Ermarsundið og safna áheitum fyrir Bláa herinn og þær vilja sporna gegn plastmengun í sjónum. En líka að hvetja aðrar konur til þess að lifa ævintýralegu lífi og gefa sér tíma til að njóta útivistar og náttúrunnar.Þórey: Við erum allar konur sem höfum ákveðið að fara óhefðbundnar leiðir. Við erum allar að gera alls konar skemmtilegt, hlaupa, synda, hjóla og fara á skíði. Við leyfum okkur að gera þetta og viljum hvetja aðrar konur til þess að leyfa sér líka að lifa ævintýralegu lífi því það má! Við erum líka að vekja athygli á umhverfismálum og ætlum að styrkja Bláa herinn, safna áheitum og vinna gegn plastmengun í sjónum.Og hvers vegna heitið þið Marglytturnar?Birna: Við heitum eftir þeim dýrum sem við hræðumst mest.Þórey: Það er eiginlega okkar helsti ótti að synda inn í torfu af marglyttum.Sigrún: Við eigum alveg örugglega eftir að synda í gegnum heilu ættarmótin.Birna: Þær eru líka hér á Íslandi, ég fékk bruna í gær.Sigrún: En besta lækningin er bara að vera í sjónum.Þórey: Og vera bara einar af þeim!Sigrún: Í svona sundi þá þarf maður að horfast í augu við óttann. Það eru ekki bara marglytturnar, það eru alls kyns önnur sjávardýr, skipaumferð og myrkrið. Þetta er leikur við hausinn. Það getur verið mjög stressandi að taka sundsprett í niðamyrkri en maður hefur gott af því.Brynhildur: Sjósundið gefur svo marga möguleika, við viljum líta á strandlengjuna við Ísland sem leiksvæði.Þórey: Og við viljum hafa strandlengjuna hreina til að geta synt þar. Birtist í Fréttablaðinu Sjósund Umhverfismál Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Marglytturnar eru mættar í Nauthólsvík til að æfa. Þær eru sex talsins og æfa stíft þessa dagana fyrir boðsundið yfir Ermarsundið í september og á næstunni ætla þær allar að taka tveggja tíma langa sundæfingu í sjónum. Ermarsundið, sem stundum er kallað „Mount Everest sjósundfólks“ er 34 km leið á milli borganna Dover í Englandi og Cap Gris í Frakklandi. Sundhópurinn samanstendur af miklum afrekskonum sem allar stunda fjölbreytta útivist og íþróttir í náttúrunni. Marglytturnar eru Birna Bragadóttir ráðgjafi hjá Capaent og Íslandsmeistari í 1.000 m sjósundi, Sigrún Þ. Geirsdóttir sem er eina íslenska konan sem hefur synt ein yfir Ermarsundið og reyndar líka fyrsti Íslendingurinn sem gerði það í fyrstu tilraun. Brynhildur Ólafsdóttir fjallaleiðsögumaður, Sigurlaug María Jónsdóttir sundkona, Þórey Vilhjálmsdóttir útivistarkona og ráðgjafi hjá Capacent og Halldóra Gyða Matthíasdóttir þríþrautarkona. Fimm kvennanna eru landvættir, þær Þórey, Sigurlaug María, Brynhildur, Halldóra og Birna. Landvættirnar er fjölþrautafélag en til að geta orðið vættur þarf að afreka 50 km skíðagöngu á Ísafirði, hlaupa 32,7 km frá Dettifossi til Ásbyrgis, synda 2,5 km í Urriðavatni og hjóla 60 km frá Hafnarfirði, svokallaðan Bláa lóns hring.Birna, þú varðst Íslandsmeistari í sjósundi í fyrra, hefur þú æft lengi?Birna: Ég byrjaði að æfa fyrir þremur árum og varð nú eiginlega alveg óvart Íslandsmeistari í sjósundi. Fyrir tveimur árum varð ég í öðru sæti og kom sjálfri mér rækilega á óvart. Mér finnst ég frekar vera Íslandsmeistari í þrautseigju því ég neita að gefast upp.Það er ótrúlega skammur tími síðan? Hvað með ykkur hinar?Þórey: Ég byrjaði líka að æfa sjósund fyrir þremur árum, ég held það eigi við um okkur flestar nema Sigrúnu og Sillu sem eru meistararnir í hópnum. Sigrún er auðvitað almeistari því hún hefur synt Ermarsundið ein.Silla: Ég byrjaði fyrir fjórum mánuðum að æfa sjósund en er mikil sundkona, ég byrjaði sex ára að æfa sund og hef synt mikið í vötnum. Ég er fædd og uppalin í Lúxemborg og æfði þar.Halldóra: Ég hef heldur ekkert æft sund að ráði og hef einbeitt mér að öðrum íþróttagreinum hingað til, en sund er partur af þríþrautinni og ég hef að sjálfsögðu æft fyrir hana.Sigrún: Ég lærði skriðsund fyrst árið 2012, það er nú ekki lengra síðan. Ég fór svo fyrsta boðsundið í sjósundi yfir Ermarsundið árið 2013 og svo aftur ári síðar. 2015 synti ég ein yfir Ermarsundið.Hvað er það eiginlega við sjósundið sem heillar ykkur?Sigrún: Það er hreinlega bara eitthvað yfirnáttúrulegt.Þórey: Sjórinn er svo heilandi. Að fara í nokkrar mínútur í sjósund er eins og að fara á þriggja tíma æfingu. Maður fær sömu líðanina á eftir og skilur allar áhyggjur eftir í sjónum. Ef maður er eitthvað leiður eða þreyttur þá er langbest að fara í sjóinn.Og var fyrsta skiptið ekkert erfitt? Að yfirstíga kuldann?Birna: Jú, það var erfitt og mér finnst alltaf erfitt að fara í sjóinn. En það er hluti af þessu og er áskorun. Þegar maður kemst yfir það og er búinn að synda þá líður manni alltaf eins og sigurvegara. Maður hefur náð að sigrast á sjálfum sér.Brynhildur: Þetta ræsir líkamann, maður fyllist orku á fáeinum mínútum. Þetta er bara dásamlegt. En fyrsta skiptið hjá mér, áhrifin voru svo rosaleg. Ég kom upp úr, ég hafði bara rétt dýft mér ofan í og fannst eins og húðin hefði skroppið saman um eitt númer. Ég fann fyrir auknum krafti í öllum líkamanum og fannst ég þess vegna geta hlaupið maraþon þegar ég kom upp úr, maður sækir í þessi áhrif, aftur og aftur.Birna: Sumir spyrja hvort þetta sé ekki eins og að fara í köldu pottana í sundlaugunum. En það er alls ekki hægt að líkja því saman. Í sjósundi er maður með náttúrunni, í flæði. Það er ekkert sem truflar og maður hugsar aðeins um líðandi stund.Marglytturnar eru meiriháttar afrekskonur.Fréttablaðið/ValliHvernig varð þetta verkefni að veruleika?Þórey: Við vorum fjórar saman í Landvættunum og þessi hugmynd kviknaði fyrir tveimur árum. Við vildum finna mestu naglana með okkur og það var draumur að fá Halldóru og Sigrúnu með. Við hugsuðum með okkur, hvaða konur munu alls ekki klikka, ekki hætta við og eru bara eiturharðar og það eru þær!Sigrún: Ég þekkti Halldóru aðeins en hinar lítið sem ekkert. Ég er því að fara svolítið út fyrir þægindarammann. Ég byrjaði árið 2008 að synda sjósund og þá var ég í slæmu ásigkomulagi. Ég var við það að verða offitusjúklingur og þurfti að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Lífið tók stakkaskiptum, það er svo margt sem lagast andlega og líkamlega við það að synda sjósund. Þetta er svo heilsueflandi sport, nokkrar mínútur í sjónum eru eins og að öðlast nýtt líf. Þetta gerir mikið fyrir mann og ég hvet alla til þess að prófa. Ég bý í Mosfellsbæ og sumir spyrja: hvernig nennir þú að keyra alla leiðina úr Mosó til þess að synda nokkrar mínútur í sjónum? Þetta er svarið. Markmið Marglyttanna er fyrst og fremst að komast yfir Ermarsundið og safna áheitum fyrir Bláa herinn og þær vilja sporna gegn plastmengun í sjónum. En líka að hvetja aðrar konur til þess að lifa ævintýralegu lífi og gefa sér tíma til að njóta útivistar og náttúrunnar.Þórey: Við erum allar konur sem höfum ákveðið að fara óhefðbundnar leiðir. Við erum allar að gera alls konar skemmtilegt, hlaupa, synda, hjóla og fara á skíði. Við leyfum okkur að gera þetta og viljum hvetja aðrar konur til þess að leyfa sér líka að lifa ævintýralegu lífi því það má! Við erum líka að vekja athygli á umhverfismálum og ætlum að styrkja Bláa herinn, safna áheitum og vinna gegn plastmengun í sjónum.Og hvers vegna heitið þið Marglytturnar?Birna: Við heitum eftir þeim dýrum sem við hræðumst mest.Þórey: Það er eiginlega okkar helsti ótti að synda inn í torfu af marglyttum.Sigrún: Við eigum alveg örugglega eftir að synda í gegnum heilu ættarmótin.Birna: Þær eru líka hér á Íslandi, ég fékk bruna í gær.Sigrún: En besta lækningin er bara að vera í sjónum.Þórey: Og vera bara einar af þeim!Sigrún: Í svona sundi þá þarf maður að horfast í augu við óttann. Það eru ekki bara marglytturnar, það eru alls kyns önnur sjávardýr, skipaumferð og myrkrið. Þetta er leikur við hausinn. Það getur verið mjög stressandi að taka sundsprett í niðamyrkri en maður hefur gott af því.Brynhildur: Sjósundið gefur svo marga möguleika, við viljum líta á strandlengjuna við Ísland sem leiksvæði.Þórey: Og við viljum hafa strandlengjuna hreina til að geta synt þar.
Birtist í Fréttablaðinu Sjósund Umhverfismál Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira