Fótbolti

Glódís áfram á toppnum þrátt fyrir jafntefli en Anna Rakel sú eina í sigurliði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Rosengård töpuðu mikilvægum stigum í toppbaráttu sænsku úrvalsdeildarinnar er liðið gerði markalaust jafntefli við Vittsjö.

Glódís og stöllur eru áfram á toppi deildarinnar en liðið í öðru sætinu, göteborg, gerði einnig jafntefli í kvöld svo Rosengård er með eins stigs forskot.

Elísabet Gunnarsdóttir og lærimeyjar hennar í Kristianstad gerðu 2-2 jafntefli á útivelli í dag. Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad sem er í sjöunda sæti deildarinnar.

Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru í byrjunarliði Djurgården sem tapaði 3-1 á útivelli fyrir Örebro. Ingibjörg fór af velli á 86. mínútu en Guðrún lék allan leikinn.

Anna Rakel Pétursdóttir var eini íslenski landsliðsmaðurinn sem var í sigurliði í dag en hún kom inn á þegar Linköping vann 4-0 sigur á Limhamn Bunkeflo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×