Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 11:28 Frá vegagerð um Hagavík í Grafningi. Þar eru nú komin bundið slitlag og vegrið. Stöð 2/Einar Árnason. Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30