Keppendur vita enn ekki hvernig fyrsta grein heimsleikanna verður: „Ég vil bara fá að vita eitthvað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 11:00 Oddrún Eik Gylfadóttir Skjámynd/Youtube/Morning Chalk Up Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira
Keppendur á heimsleikunum í CrossFit vita enn ekki hvernig fyrsta greinin á leikunum í ár lítur út og það er óhætt að segja að það sé mikil spenna meðal íþróttafólksins. Heimsleikarnir í CrossFit 2019 hefjast á morgun en þeir verða í beinni hér á Vísi sem og á Stöð 2 Sport. CrossFit hélt kvöldverð með öllum keppendum í gærkvöldi og þar er venjan að Dave Castro, hæstráðandi CrossFit samtakanna, tilkynni um komandi greinar á leikunum. CrossFit er óvenjuleg íþrótt að því leiti að keppendur geta ekki undirbúið sig fyrir ákveðnar greinar. Þær eru tilkynntar jafnóðum á meðan leikunum stendur. Dave Castro jók enn á spennuna í nótt þegar hann sagði ekkert um fyrstu greinina í ræðu sinni á kvöldverði keppenda. Hann gerði sig líklegan til að fara að segja frá henni en það var bara til að stríða spenntum keppendum. „Við munum tilkynna það síðar hvernig fyrsta greinin verður,“ sagði Dave Castro. Hann var líka óvenju stuttorður og bauð aðeins keppendur velkomna til Madison og að þeir myndu njóta kvöldverðarins. Það er enn meiri spennan en áður fyrir fyrstu greininni því aðeins 75 karlar og 75 konur komast áfram úr henni. 148 karlar og 134 konur keppa í einstaklingskeppnunum í ár í stað 40 og 40 áður. 73 karlar og 59 konur fá því aðeins að keppa í einni grein á leikunum. Keppendum mun síðan fækka á meðan keppninni stendur fara úr 75 í 50, í 40, í 30, í 20 og loks munu aðeins tíu vera eftir fyrir lokagreinina á sunnudaginn. Oddrún Eik Gylfadóttir er ein af fimm íslenskum konum sem keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og hún fór í viðtal hjá „Morning Chalk Up“ þar sem spurt var út í biðina eftir að fá að vita eitthvað um fyrstu greinina. „Ég var að vonast til að fá einhverja vísbendingu. Ég vil bara fá að vita eitthvað,“ sagði Oddrún Eik en það má sjá viðtalið við hana í myndbandinu hér fyrir neðan. „Morning Chalk Up“ setti saman myndband frá kvöldverðinum í gær og viðtalið við okkar konu kemur eftir 3 mínútur og 38 sekúndur. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sjá meira
Nýr tölvuvæddur brjóstahaldari á meðal þess sem konurnar fá á heimsleikunum í CrossFit: Þetta er í kassa keppenda Keppendurnir á heimsleikunum í CrossFit fengu ýmislegt gefins þegar þau mættu til leiks í Madison í vikunni. 31. júlí 2019 09:30