Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Benedikt Bóas skrifar 31. júlí 2019 10:30 Alls svöruðu 23 leikmenn Vals könnuninni sem var besta svarhlutfall liða. Aðeins þrír leikmenn ÍBV sáu sér fært að svara. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. Í gær birtu Leikmanna-samtök Íslands könnun á vinnuumhverfi í íslenskri knattspyrnu. Þar kom fram að mikil aukning er á svokölluðum viðaukasamningum meðal leikmanna sem er slæm þróun að mati samtakanna. Laun leikmanna hafa hækkað frá síðustu könnun sem gerð var árið 2016 og um 30 prósent leikmanna fá laun sín greidd of seint. „Það er töluverðu af fyrirspurnum beint til okkar vegna vangoldinna launa hjá félögum,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtakanna. Fyrir félagsmenn er sjálfsagt mál að ganga í þau mál. „Það er misvel tekið í það innan félaganna. Sum félög þakka fyrir pósta og bjóða á fundi og það er fundin út leið og greiðsluplan og annað á meðan önnur félög eru óþægilegri. Þetta er leiðinleg lenska að félög telji það í lagi að borga laun seint af því það er verið að borga íþróttamanni. Venjulegur launamaður myndi trúlega seint sætta sig við að fá ekki greitt í nokkra mánuði.“KR-ingar hafa staðið sig vel innanvallar í sumar og stefna á Íslandsmeistaratitilinn.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK10 með milljón og yfir Alls tók 191 leikmaður í efstu deild þátt í könnunni sem var nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin til neinna leikmanna. Hún var send félögum í febrúar og fengu leikmenn fram í maí til að svara. Aðeins þrír leikmenn ÍBV sáu sér fært að svara og 11 hjá KA og Fylki en annars var svörunin góð meðal annarra félaga. Leikmenn voru beðnir um að svara hve há laun þeir fengju eftir að hafa greitt af þeim skatt. Laun voru gefin upp í dollurum ($) en leikmenn fengu hjálparmiða á meðan þeir svöruðu, þar sem dollurum hafði verið breytt yfir í íslenska krónu. Ljóst er að laun hafa hækkað frá síðustu könnun sem samtökin fagna. Flestir sögðust vera með á bilinu 242 til 485 þúsund í laun á mánuði eða tæp 30 prósent. 10 leikmenn eru með 970 þúsund og yfir, þar af þrír með meira en 3,6 milljónir íslenskra króna í laun á hverjum mánuði. „Það hefur eitthvað verið rætt á samfélagsmiðlum að þetta sé lygi – sem ég vona svo sannarlega að sé ekki raunin. Ég ætla ekki að rengja að þetta sé svona. Ég vona að það séu allavega þrír leikmenn sem fái svona góð laun því það er ekkert að því að leikmenn fái svona góð laun,“ segir Kristinn. Rekstur íþróttafélaga er þungur. Það sést á ársskýrslum félaga sem Fréttablaðið skoðaði í gær. Flestir formenn minna félagsmenn sína á að reksturinn hafi verði og verði trúlega alltaf þungur.Ekki skrifa undir viðaukasamning Alls segjast 82 leikmenn vera með svokallaðan viðaukasamning sem er mikil fjölgun frá síðustu könnun. Leikmannasamtök Íslands hafa áhyggjur af þeirri þróun þar sem leikmenn hafa enga tryggingu fyrir því sem viðaukasamningurinn nær yfir sé sá samningur brotinn. Að auki getur verið mjög kostnaðarsamt að sækja slíkan samning þar sem KSÍ tekur enga afstöðu til slíkra samninga, þar sem þeir eru ekki hluti af stöðluðum samningum hjá KSÍ og þarf ekki að skila inn til sambandsins og því þarf að fara dómstólaleiðina sé slíkur samningur brotinn. Leikmannasamtök Íslands ráðleggja engum að skrifa undir viðaukasamninga. „Þetta hefur komið fyrir leikmenn. Þeir skrifa undir og svo skuldar félagið leikmanni laun en þá bendir félagið á þennan viðaukasamning og fríar sig ábyrgð. Og KSÍ getur ekkert gert því þetta kemur þeim ekkert við. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Kristinn. Viðaukasamningur getur náð yfir ýmis fríðindi, rétt á ímynd leikmanns eða annarra atriða eins og bíls og/eða íbúðar.Getty/Bryn LennonUnnið í samstarfi við FIFPro Könnunin er gerð í samvinnu við FIFPro, alþjóðlegu leikmannasamtökin, og voru lagðar sömu spurningar fyrir leikmenn og árið 2016. Ljóst er að verktakar eru of margir, tafir á launagreiðslum eru of miklar hér á landi og leikmenn eru jafnvel þvingaðir til að skrifa undir nýja samninga. „Ég held að fólk ætti að fagna þessari skýrslu því þetta er í fyrsta skipti sem grunnur er kominn um hvernig þetta er hér á Íslandi. Margt er gott þótt margt megi laga og það þarf að taka höndum saman og laga það sem þarf að laga í stað þess að vera með blammeringar sem eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum,“ segir Kristinn.Skipti um lið og þá skipti hann engu „Það er ekki svo langt síðan leikmaður hætti í liði þar sem félagið skuldaði honum 600 þúsund krónur. Hann skipti um félag og af því hann fór í annað lið þá datt hann niður goggunarröðina hjá félaginu sem átti eftir að greiða launin. Þeir sáu engan hag í því að gera upp við leikmanninn þar sem hann væri farinn. Á endanum komum við inn í málið og þótt það hafi tekið töluverðan tíma að fá þann pening sem hann átti inni hjá félaginu tókst það að lokum,“ segir Kristinn.Frá leik Breiðabliks og HK í sumar.Vísir/BáraYfirlýsing ÍTFMeðal þess sem fram kemur í könnuninni og birt er í fjölmiðlum er að leikmenn á Íslandi séu með allt að 3,6 milljónir króna í mánaðarlaun eftir skatta, sem eru þá u.þ.b. 5 milljónir í mánaðarlaun. Á ársgrundvelli er þá verið að tala um 60 milljónir króna á einn aðila. Það hljóta allir að sjá að slík framsetning er alger fjarstæða og ekkert íþróttafélag í Íslandi hefur burði til að greiða slík laun auk þess sem engum stjórnendum sem starfa að miklu leyti í umhverfi sjálfboðaliða myndi detta slíkar launatölur til hugar.60 milljónir á ársgrundvelli er bróðurpartur veltu flestra félaganna í deildinni. Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leik-mannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa. Knattspyrnufélögin gera þá kröfu að um það sé fjallað en þau gera jafnframt þá kröfu að það sé gert af fagmennsku, ábyrgð og yfirvegun. Það er ekki gert með illa unninni könnun sem birt er svo fyrirvaralaust og stenst enga skoðun. Stjórn ÍTF Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. Í gær birtu Leikmanna-samtök Íslands könnun á vinnuumhverfi í íslenskri knattspyrnu. Þar kom fram að mikil aukning er á svokölluðum viðaukasamningum meðal leikmanna sem er slæm þróun að mati samtakanna. Laun leikmanna hafa hækkað frá síðustu könnun sem gerð var árið 2016 og um 30 prósent leikmanna fá laun sín greidd of seint. „Það er töluverðu af fyrirspurnum beint til okkar vegna vangoldinna launa hjá félögum,“ segir Kristinn Björgúlfsson, framkvæmdastjóri Leikmannasamtakanna. Fyrir félagsmenn er sjálfsagt mál að ganga í þau mál. „Það er misvel tekið í það innan félaganna. Sum félög þakka fyrir pósta og bjóða á fundi og það er fundin út leið og greiðsluplan og annað á meðan önnur félög eru óþægilegri. Þetta er leiðinleg lenska að félög telji það í lagi að borga laun seint af því það er verið að borga íþróttamanni. Venjulegur launamaður myndi trúlega seint sætta sig við að fá ekki greitt í nokkra mánuði.“KR-ingar hafa staðið sig vel innanvallar í sumar og stefna á Íslandsmeistaratitilinn.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK10 með milljón og yfir Alls tók 191 leikmaður í efstu deild þátt í könnunni sem var nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin til neinna leikmanna. Hún var send félögum í febrúar og fengu leikmenn fram í maí til að svara. Aðeins þrír leikmenn ÍBV sáu sér fært að svara og 11 hjá KA og Fylki en annars var svörunin góð meðal annarra félaga. Leikmenn voru beðnir um að svara hve há laun þeir fengju eftir að hafa greitt af þeim skatt. Laun voru gefin upp í dollurum ($) en leikmenn fengu hjálparmiða á meðan þeir svöruðu, þar sem dollurum hafði verið breytt yfir í íslenska krónu. Ljóst er að laun hafa hækkað frá síðustu könnun sem samtökin fagna. Flestir sögðust vera með á bilinu 242 til 485 þúsund í laun á mánuði eða tæp 30 prósent. 10 leikmenn eru með 970 þúsund og yfir, þar af þrír með meira en 3,6 milljónir íslenskra króna í laun á hverjum mánuði. „Það hefur eitthvað verið rætt á samfélagsmiðlum að þetta sé lygi – sem ég vona svo sannarlega að sé ekki raunin. Ég ætla ekki að rengja að þetta sé svona. Ég vona að það séu allavega þrír leikmenn sem fái svona góð laun því það er ekkert að því að leikmenn fái svona góð laun,“ segir Kristinn. Rekstur íþróttafélaga er þungur. Það sést á ársskýrslum félaga sem Fréttablaðið skoðaði í gær. Flestir formenn minna félagsmenn sína á að reksturinn hafi verði og verði trúlega alltaf þungur.Ekki skrifa undir viðaukasamning Alls segjast 82 leikmenn vera með svokallaðan viðaukasamning sem er mikil fjölgun frá síðustu könnun. Leikmannasamtök Íslands hafa áhyggjur af þeirri þróun þar sem leikmenn hafa enga tryggingu fyrir því sem viðaukasamningurinn nær yfir sé sá samningur brotinn. Að auki getur verið mjög kostnaðarsamt að sækja slíkan samning þar sem KSÍ tekur enga afstöðu til slíkra samninga, þar sem þeir eru ekki hluti af stöðluðum samningum hjá KSÍ og þarf ekki að skila inn til sambandsins og því þarf að fara dómstólaleiðina sé slíkur samningur brotinn. Leikmannasamtök Íslands ráðleggja engum að skrifa undir viðaukasamninga. „Þetta hefur komið fyrir leikmenn. Þeir skrifa undir og svo skuldar félagið leikmanni laun en þá bendir félagið á þennan viðaukasamning og fríar sig ábyrgð. Og KSÍ getur ekkert gert því þetta kemur þeim ekkert við. Þetta er áhyggjuefni,“ segir Kristinn. Viðaukasamningur getur náð yfir ýmis fríðindi, rétt á ímynd leikmanns eða annarra atriða eins og bíls og/eða íbúðar.Getty/Bryn LennonUnnið í samstarfi við FIFPro Könnunin er gerð í samvinnu við FIFPro, alþjóðlegu leikmannasamtökin, og voru lagðar sömu spurningar fyrir leikmenn og árið 2016. Ljóst er að verktakar eru of margir, tafir á launagreiðslum eru of miklar hér á landi og leikmenn eru jafnvel þvingaðir til að skrifa undir nýja samninga. „Ég held að fólk ætti að fagna þessari skýrslu því þetta er í fyrsta skipti sem grunnur er kominn um hvernig þetta er hér á Íslandi. Margt er gott þótt margt megi laga og það þarf að taka höndum saman og laga það sem þarf að laga í stað þess að vera með blammeringar sem eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum,“ segir Kristinn.Skipti um lið og þá skipti hann engu „Það er ekki svo langt síðan leikmaður hætti í liði þar sem félagið skuldaði honum 600 þúsund krónur. Hann skipti um félag og af því hann fór í annað lið þá datt hann niður goggunarröðina hjá félaginu sem átti eftir að greiða launin. Þeir sáu engan hag í því að gera upp við leikmanninn þar sem hann væri farinn. Á endanum komum við inn í málið og þótt það hafi tekið töluverðan tíma að fá þann pening sem hann átti inni hjá félaginu tókst það að lokum,“ segir Kristinn.Frá leik Breiðabliks og HK í sumar.Vísir/BáraYfirlýsing ÍTFMeðal þess sem fram kemur í könnuninni og birt er í fjölmiðlum er að leikmenn á Íslandi séu með allt að 3,6 milljónir króna í mánaðarlaun eftir skatta, sem eru þá u.þ.b. 5 milljónir í mánaðarlaun. Á ársgrundvelli er þá verið að tala um 60 milljónir króna á einn aðila. Það hljóta allir að sjá að slík framsetning er alger fjarstæða og ekkert íþróttafélag í Íslandi hefur burði til að greiða slík laun auk þess sem engum stjórnendum sem starfa að miklu leyti í umhverfi sjálfboðaliða myndi detta slíkar launatölur til hugar.60 milljónir á ársgrundvelli er bróðurpartur veltu flestra félaganna í deildinni. Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leik-mannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa. Knattspyrnufélögin gera þá kröfu að um það sé fjallað en þau gera jafnframt þá kröfu að það sé gert af fagmennsku, ábyrgð og yfirvegun. Það er ekki gert með illa unninni könnun sem birt er svo fyrirvaralaust og stenst enga skoðun. Stjórn ÍTF
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira