Innlent

Hundur beit póstburðarmann í Eyjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson
Hundur glefsaði í hönd póstburðarmanns í Vestmannaeyjum í síðustu viku og þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í kjölfarið. Í tilkynningu lögreglu segir að póstberinn hafi hlotið fjögur sár á hægri hendi eftir vígtennur hundsins. Málið er nú til skoðunar hjá „viðeigandi aðilum“, að því er segir í tilkynningu.

Þá kom eitt fíkniefnamál upp í liðinni viku en við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum fann fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en bifreið hans mældist á 70 kílómetra hraða á Hamarsvegi þar sem hámarkshraði er 50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×