Þá kom eitt fíkniefnamál upp í liðinni viku en við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum fann fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en bifreið hans mældist á 70 kílómetra hraða á Hamarsvegi þar sem hámarkshraði er 50.