Man. United burstaði Chelsea í frumraun Lampard

Leikmenn Man. Utd fagna.
Leikmenn Man. Utd fagna. vísir/getty
Manchester United gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Chelsea í stórleik fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þrjú af mörkunum fjórum komu í síðari hálfleik.

Það voru liðnar átján mínútur er United komst yfir. Kurt Zouma gerðist þá brotlegur og heimamenn fengu vítaspyrnu. Marcus Rashford steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Eftir það rönkuðu leikmenn Chelsea við sér. Emerson átti meðal annars skot í stöngina og David de Gea varði vel frá Ross Barkley. United var þó einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja.





Á 65. mínútu leiksins kom annað markið en eftir frábæra skyndisókn og fyrirgjöf Pereira endaði boltann fyrir framan fætur Anthony Martial sem lenti í engum vandræðum með að koma boltanum í netið.

95 sekúndum síðar var Man. Utd búið að skora aftur. Paul Pogba sendi þá stórkostlega sendingu inn fyrir vörn Chelsea sem Marcus Rashford gerði vel við og kláraði færið vel.

Fjórða og síðasta markið gerði hinn ungi Daniel James í sínum fyrsta leik fyrir Man. Utd eftir að hafa komið til félagsins í sumar. Draumabyrjun fyrir hinn 22 ára gamla James. Lokatölur 4-0.





Frábær byrjun Man. Utd en vandræði í fyrsta leik Frank Lampard með Chelsea-liðið. Þeir fá tækifæri strax á miðvikudaginn til að rétta úr kútnum er liðið mætir Liverpool í Ofurbikarnum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira