Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 20:06 Íbúar El Paso hafa minnst fórnarlamba fjöldamorðsins með ýmsu móti. Maður límir upp spjald sem á er letrað El Paso sterk. AP/John Locher Rúmlega tvítugur karlmaður sem skaut 22 viðskiptavini stórmarkaðar í El Paso í Texas um síðustu helgi gekkst greiðlega við glæpnum þegar hann var handtekinn og sagði lögreglu að hann hefði vilja drepa „Mexíkóa“. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglunnar í El Paso sem lögð var fram fyrir dómi í dag. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið morðingjans skammt frá Walmart-versluninni þar sem hann skaut 22 til bana og særði fjölda annarra á laugardag. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn“, að sögn New York Times. Maðurinn sagði lögreglu enn fremur að hann hefði notað AK-47-hríðskotariffil og verið með fjölda skotfæra með sér. Hann hafi ekið tíu til ellefu klukkustunda leið frá Dallen í Texas til El Paso í því skyni að skjóta „Mexíkóa“. Áður hafði lögreglan greint frá því að morðinginn skrifaði fjögurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti meðal annars stuðningi við fjöldamorðingjanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem myrti tugi múslima í tveimur moskum í mars. Árásin væri svar hans við „rómanskri innrás í Texas“.Gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu Donald Trump forseta og ýmsum repúblikönum hafa ítrekað líkt straumi innflytjenda og hælisleitenda yfir suðurlandamærin að Mexíkó við innrás og dregið upp mynd af þeim sem hættulegum glæpamönnum. Árásin í El Paso hefur vakið upp spurningar hvort að forsetinn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafi átt þátt í að skapa andrúmsloft fyrir voðaverk af þessu tagi. Morðinginn hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Árásin er jafnframt rannsökuð sem hatursglæpur og hafa alríkislögreglumenn lýst henni sem hryðjuverki. Maðurinn hefur setið í fangelsi frá því að hann var handtekinn en lögreglan segir að hann hafi verið samvinnuþýður. Washington Post hefur eftir Greg Allen, lögreglustjóranum í El Paso, að morðinginn hafi ekki sýnt neina iðrun en að hann gæti verið í „áfalli“. Skömmu eftir fjöldamorðið í El Paso skaut vopnaður maður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Alríkislögreglan FBI segir að sú árás sé rannsökuð sem hryðjuverk eftir að vísbendingar fundust um að árásarmaðurinn gæti hafa aðhyllst „ofbeldisfulla hugmyndafræði“. Þá er mannskæð skotárás á matarmarkað í Gilroy í Kaliforníu 28. júlí nú rannsökuð sem hryðjuverk. Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem skaut 22 viðskiptavini stórmarkaðar í El Paso í Texas um síðustu helgi gekkst greiðlega við glæpnum þegar hann var handtekinn og sagði lögreglu að hann hefði vilja drepa „Mexíkóa“. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglunnar í El Paso sem lögð var fram fyrir dómi í dag. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið morðingjans skammt frá Walmart-versluninni þar sem hann skaut 22 til bana og særði fjölda annarra á laugardag. Hann á að hafa stigið út úr bílnum með hendur á lofti og sagt „Ég er byssumaðurinn“, að sögn New York Times. Maðurinn sagði lögreglu enn fremur að hann hefði notað AK-47-hríðskotariffil og verið með fjölda skotfæra með sér. Hann hafi ekið tíu til ellefu klukkustunda leið frá Dallen í Texas til El Paso í því skyni að skjóta „Mexíkóa“. Áður hafði lögreglan greint frá því að morðinginn skrifaði fjögurra blaðsíðna stefnuyfirlýsingu þar sem hann lýsti meðal annars stuðningi við fjöldamorðingjanna í Christchurch á Nýja-Sjálandi sem myrti tugi múslima í tveimur moskum í mars. Árásin væri svar hans við „rómanskri innrás í Texas“.Gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu Donald Trump forseta og ýmsum repúblikönum hafa ítrekað líkt straumi innflytjenda og hælisleitenda yfir suðurlandamærin að Mexíkó við innrás og dregið upp mynd af þeim sem hættulegum glæpamönnum. Árásin í El Paso hefur vakið upp spurningar hvort að forsetinn og hægrisinnaðir fjölmiðlar hafi átt þátt í að skapa andrúmsloft fyrir voðaverk af þessu tagi. Morðinginn hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Árásin er jafnframt rannsökuð sem hatursglæpur og hafa alríkislögreglumenn lýst henni sem hryðjuverki. Maðurinn hefur setið í fangelsi frá því að hann var handtekinn en lögreglan segir að hann hafi verið samvinnuþýður. Washington Post hefur eftir Greg Allen, lögreglustjóranum í El Paso, að morðinginn hafi ekki sýnt neina iðrun en að hann gæti verið í „áfalli“. Skömmu eftir fjöldamorðið í El Paso skaut vopnaður maður níu til bana fyrir utan skemmtistað í Dayton í Ohio. Alríkislögreglan FBI segir að sú árás sé rannsökuð sem hryðjuverk eftir að vísbendingar fundust um að árásarmaðurinn gæti hafa aðhyllst „ofbeldisfulla hugmyndafræði“. Þá er mannskæð skotárás á matarmarkað í Gilroy í Kaliforníu 28. júlí nú rannsökuð sem hryðjuverk.
Bandaríkin Mexíkó Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Fórnarlömb í El Paso vildu ekki hitta Trump í umdeildri heimsókn Heimsóknir Trumps til El Paso og Dayton í Ohio ollu miklu fjaðrafoki meðal andstæðinga hans. 8. ágúst 2019 12:15
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13
Grobbaði sig af fjölda stuðningsmanna og níddi andstæðing við sjúkrahússstarfsfólk Bandaríkjaforseti montaði sig af aðsókn á baráttufund hans og kallaði pólitískan andstæðing klikkaðan þegar hann hitti heilbrigðisstarfsfólk í El Paso þar sem fjöldamorð var framið um helgina. 8. ágúst 2019 21:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent