Endurkomusigur hjá Tottenham gegn nýliðunum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 18:30 Kane fagnar marki í kvöld. vísir/getty Tottenham vann endurkomusigur á Aston Villa, 3-1, er liðin mættust í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var í Lundúnum á nýja leikvangi Tottenham. Nýliðarnir í Villa byrjuðu af krafti og eftir einungis níu mínútur skoraði John McGinn. Varnarmaðurinn Tyrone Mings þrumaði boltanum fram, McGinn tók vel við boltanum, lék á Danny Rose og skoraði. Staðan var markalaus í hálfleik og allt þangað til á 73. mínútu en Tottenham náði þá loksins að jafna metin eftir mikla orrahríð.FT A strong turnaround from Spurs seals a winning start for them. Tottenham 3-1 Aston Villa #TOTAVL reaction: https://t.co/N3tFA6RV6cpic.twitter.com/I70rZhb0Lz — BBC Sport (@BBCSport) August 10, 2019 Þar var að verki Tanguy Ndombele með góðu skoti en hann kom til Tottenham í sumar og varð um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Allt stefndi í 1-1 jafntefli en það var svo markahrókurinn Harry Kane sem kom þeim yfir með marki fjórum mínútum frir leikslok. Boltinn féll fyrir hann í teignum og afgreiðslan frábær. Kane var ekki hættur því í uppbótartíma var það aftur Kane sem skoraði. Hann fékk boltann á vítateigslínunni og skrúfaði boltann laglega í fjærhornið. Lokatölur 3-1.19 - Jack Grealish has now lost 19 Premier League games in a row - the longest run of any player in the competition's history. Suffering. #TOTAVLpic.twitter.com/qqfJDpn8mV — OptaJoe (@OptaJoe) August 10, 2019 Enski boltinn
Tottenham vann endurkomusigur á Aston Villa, 3-1, er liðin mættust í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var í Lundúnum á nýja leikvangi Tottenham. Nýliðarnir í Villa byrjuðu af krafti og eftir einungis níu mínútur skoraði John McGinn. Varnarmaðurinn Tyrone Mings þrumaði boltanum fram, McGinn tók vel við boltanum, lék á Danny Rose og skoraði. Staðan var markalaus í hálfleik og allt þangað til á 73. mínútu en Tottenham náði þá loksins að jafna metin eftir mikla orrahríð.FT A strong turnaround from Spurs seals a winning start for them. Tottenham 3-1 Aston Villa #TOTAVL reaction: https://t.co/N3tFA6RV6cpic.twitter.com/I70rZhb0Lz — BBC Sport (@BBCSport) August 10, 2019 Þar var að verki Tanguy Ndombele með góðu skoti en hann kom til Tottenham í sumar og varð um leið dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Allt stefndi í 1-1 jafntefli en það var svo markahrókurinn Harry Kane sem kom þeim yfir með marki fjórum mínútum frir leikslok. Boltinn féll fyrir hann í teignum og afgreiðslan frábær. Kane var ekki hættur því í uppbótartíma var það aftur Kane sem skoraði. Hann fékk boltann á vítateigslínunni og skrúfaði boltann laglega í fjærhornið. Lokatölur 3-1.19 - Jack Grealish has now lost 19 Premier League games in a row - the longest run of any player in the competition's history. Suffering. #TOTAVLpic.twitter.com/qqfJDpn8mV — OptaJoe (@OptaJoe) August 10, 2019