Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. ágúst 2019 18:45 Breiðablik hefndi fyrir tapið í fyrri leiknum gegn ÍA með sigri á Akranesi í dag. vísir/daníel Breiðablik vann í dag góðan sigur á ÍA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar. Leikurinn fór fram upp á Akranesi og lauk með 1-2 sigri gestanna. Það voru fjörugar upphafsmínúturnar á Akranesvelli í dag þegar Blikar komu í heimsókn. Gestirnir komust yfir strax á 4.mínútu leiksins en þá skoraði Thomas Mikkelsen. Viktor Karl Einarsson komst þá einn á móti Árna Snæ Ólafssyni markmanni ÍA, hann átti fínt skot sem Árni varði, frákastið endaði hjá Mikkelsen sem lagði boltann nokkuð auðveldlega í hornið, 0-1 fyrir Breiðablik. Þeir héldu áfram að keyra á heimamenn en þeir voru gríðarlega kraftmiklir í fyrri hálfleik. Þeir bættu við öðru markinu á 7.mínútu en þá skoraði Höskuldur Gunnlaugsson frábært mark, hann átti þá fínan sprett á vinstri kantinn, keyrði inn að marki, fékk nægan tíma fyrir utan teig og ákvað að skjóta á markið. Frábært skot hjá Höskuldi sem endaði rétt fyrir neðan skeytina, óverjandi fyrir Árna í markinu. Þessi fjöruga byrjun hélt áfram en aðeins tveimur mínútum síðar á 9.mínútu komst Bjarki Steinn Bjarkason einn á móti Gunnleifi Gunnleifssyni, hann átti fínt skot sem Gunnleifur varði en boltinn stefndi þó inn í markið en þá kom varnarmaður Blika og hreinsaði boltann frá markinu. Boltinn fór þó aftur inn í teiginn nokkrum sekúndum síðar þegar Steinar Þorsteinsson fékk boltann, á honum var brotið og Jóhann Ingi Jónsson dómari dæmdi víti! Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á punktinn og sendi Gunnleif í rangt horn! 1-2 og heimamenn komnir inn í leikinn. Það voru þó gestirnir sem tóku öll völd á vellinum eftir þetta og þeir voru mun líklegri að bæta við sig marki heldur en heimamenn. Árni Snær var þó vandanum vaxinn í markinu og gerði vel. Jóhannes Karl þjálfari ÍA gerði taktíska breytingu á 42.mínútu og tók Bjarka Stein af velli og þétti varnarleikinn. Staðan í hálfleik þó 1-2 fyrir Breiðablik. Heimamenn voru ákveðnari og sterkari í seinni hálfleik en Breiðablik fékk þó einnig sín færi. Heimamenn reyndu og reyndu en ekkert gekk upp við markið. Breiðablik fékk hættulegasta færi seinni hálfleiks en það kom þó ekki fyrr en á 85.mínútu en þá settu þeir boltann tvívegis í slánna! Blikar héldu út og fögnuðu góðum 1-2 sigri á ÍA! Af hverju vann Breiðablik? Heimamenn mættu ekki til leiks í byrjun, Blikar keyrðu yfir þá og þrátt fyrir klaufalegt víti þá breyttist ekkert eftir þriðja markið, Blikar voru með öll völd á vellinum og hefðu getað skorað fleiri mörk. ÍA reyndi að koma til baka í seinni hálfleiknum en því miður gekk það ekki. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍA var Árni Snær Ólafsson manna bestur. Það var nóg að gera hjá honum í markinu en hann varði vel þegar þurfti, óhætt að segja að hann gat lítið gert við mörkunum. Guðjón Pétur Lýðsson var öflugur á miðjunni hjá Breiðablik og stjórnaði spilinu hjá þeim mjög vel. Höskuldur Gunnlaugsson átti einnig flottan leik á kantinum og skoraði glæsilegt mark. Hvað gekk illa? Í þetta skiptið var það leikskipulag ÍA sem brást þeim, Jóhannes Karl gerði mistök í uppstillingu sinni og hann tók tapið alfarið á sig, eftir taktískar breytingar gekk þeim betur og hver veit hvernig leikurinn hefði farið ef þeir hefðu spilað sitt hefðbundna leikskipulag. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik í undanúrslitum bikarsins þegar þeir mæta Víkingum á útivelli. Skagamenn mæta hinsvegar Stjörnumönnum í Garðabæ í næstu umferð í deildinni þann 18.ágúst næstkomandi. Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: Verð að biðja hann afsökunar Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Gústi Gylfa: Hugsum bara um okkur sjálfa Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var sáttur með sína menn eftir sigur sinna manna gegn ÍA í dag. Hann sagði fyrri hálfleikinn hafa skilað sigrinum og var hrikalega ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum. „Fyrri hálfleikurinn skilaði þessu í dag. Við vorum frábærir í honum og sköpuðum okkur fullt af færum og vorum bara með total football hérna. Ég var gríðarlega ánægður með sérstaklega fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleiknum komu skagamenn aðeins og þrýstu á okkur, voru kröftugir en við stóðumst álagið og 3 stig. Gott að tengja saman 2 sigra.” Hann var alls ekkert svekktur þrátt fyrir yfirburðina í fyrri hálfleik að vera aðeins einu marki yfir í hálfleik. „Nei, maður getur lítið svekkt sig í hálfleik. En úr þessu komu 3 stig sem er það mikilvægasta í þessu. Við tengdum saman sigra og það gerðist í dag. Heilt yfir var ég ánægður með liðið og við spiluðum flottan fótbolta.” Hann viðurkenndi það alveg að hann hafði smá áhyggjur undir lokin en heimamenn sóttu stíft að marki Blika. „Jájá, þessir löngu boltar inn á hættusvæðið okkar gerðu okkur smá erfitt fyrir en við stóðumst álagið og ég er mjög ánægður með Gulla og vörnina þeir voru flottir í dag og þetta var góður sigur.” Gústi sagði liðið ekkert vera pæla í KR þrátt að hafa minnkað muninn á toppinn niður í 7 stig. „Kannski, en við hugsum bara um okkur sjálfa. Við tókum smá taphrinu sem við erum búnir að kvitta fyrir með 2 góðum sigrum, það er það sem skiptir öllu máli fyrir okkur.” Hann sagði að lokum að það kæmi ekkert annað til greina en að fara í bikarúrslitaleikinn en Blikar mæta Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. „Við ætlum okkur í úrslit, við fengum smjörþefinn af þessu í fyrra þegar við töpuðum en við ætlum okkur alla leið í ár, það er engin spurning,” sagði Ágúst Þór Gylfason að lokum. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann í dag góðan sigur á ÍA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar. Leikurinn fór fram upp á Akranesi og lauk með 1-2 sigri gestanna. Það voru fjörugar upphafsmínúturnar á Akranesvelli í dag þegar Blikar komu í heimsókn. Gestirnir komust yfir strax á 4.mínútu leiksins en þá skoraði Thomas Mikkelsen. Viktor Karl Einarsson komst þá einn á móti Árna Snæ Ólafssyni markmanni ÍA, hann átti fínt skot sem Árni varði, frákastið endaði hjá Mikkelsen sem lagði boltann nokkuð auðveldlega í hornið, 0-1 fyrir Breiðablik. Þeir héldu áfram að keyra á heimamenn en þeir voru gríðarlega kraftmiklir í fyrri hálfleik. Þeir bættu við öðru markinu á 7.mínútu en þá skoraði Höskuldur Gunnlaugsson frábært mark, hann átti þá fínan sprett á vinstri kantinn, keyrði inn að marki, fékk nægan tíma fyrir utan teig og ákvað að skjóta á markið. Frábært skot hjá Höskuldi sem endaði rétt fyrir neðan skeytina, óverjandi fyrir Árna í markinu. Þessi fjöruga byrjun hélt áfram en aðeins tveimur mínútum síðar á 9.mínútu komst Bjarki Steinn Bjarkason einn á móti Gunnleifi Gunnleifssyni, hann átti fínt skot sem Gunnleifur varði en boltinn stefndi þó inn í markið en þá kom varnarmaður Blika og hreinsaði boltann frá markinu. Boltinn fór þó aftur inn í teiginn nokkrum sekúndum síðar þegar Steinar Þorsteinsson fékk boltann, á honum var brotið og Jóhann Ingi Jónsson dómari dæmdi víti! Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á punktinn og sendi Gunnleif í rangt horn! 1-2 og heimamenn komnir inn í leikinn. Það voru þó gestirnir sem tóku öll völd á vellinum eftir þetta og þeir voru mun líklegri að bæta við sig marki heldur en heimamenn. Árni Snær var þó vandanum vaxinn í markinu og gerði vel. Jóhannes Karl þjálfari ÍA gerði taktíska breytingu á 42.mínútu og tók Bjarka Stein af velli og þétti varnarleikinn. Staðan í hálfleik þó 1-2 fyrir Breiðablik. Heimamenn voru ákveðnari og sterkari í seinni hálfleik en Breiðablik fékk þó einnig sín færi. Heimamenn reyndu og reyndu en ekkert gekk upp við markið. Breiðablik fékk hættulegasta færi seinni hálfleiks en það kom þó ekki fyrr en á 85.mínútu en þá settu þeir boltann tvívegis í slánna! Blikar héldu út og fögnuðu góðum 1-2 sigri á ÍA! Af hverju vann Breiðablik? Heimamenn mættu ekki til leiks í byrjun, Blikar keyrðu yfir þá og þrátt fyrir klaufalegt víti þá breyttist ekkert eftir þriðja markið, Blikar voru með öll völd á vellinum og hefðu getað skorað fleiri mörk. ÍA reyndi að koma til baka í seinni hálfleiknum en því miður gekk það ekki. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍA var Árni Snær Ólafsson manna bestur. Það var nóg að gera hjá honum í markinu en hann varði vel þegar þurfti, óhætt að segja að hann gat lítið gert við mörkunum. Guðjón Pétur Lýðsson var öflugur á miðjunni hjá Breiðablik og stjórnaði spilinu hjá þeim mjög vel. Höskuldur Gunnlaugsson átti einnig flottan leik á kantinum og skoraði glæsilegt mark. Hvað gekk illa? Í þetta skiptið var það leikskipulag ÍA sem brást þeim, Jóhannes Karl gerði mistök í uppstillingu sinni og hann tók tapið alfarið á sig, eftir taktískar breytingar gekk þeim betur og hver veit hvernig leikurinn hefði farið ef þeir hefðu spilað sitt hefðbundna leikskipulag. Hvað gerist næst? Breiðablik á næst leik í undanúrslitum bikarsins þegar þeir mæta Víkingum á útivelli. Skagamenn mæta hinsvegar Stjörnumönnum í Garðabæ í næstu umferð í deildinni þann 18.ágúst næstkomandi. Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: Verð að biðja hann afsökunar Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Gústi Gylfa: Hugsum bara um okkur sjálfa Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var sáttur með sína menn eftir sigur sinna manna gegn ÍA í dag. Hann sagði fyrri hálfleikinn hafa skilað sigrinum og var hrikalega ánægður með spilamennskuna hjá sínum mönnum. „Fyrri hálfleikurinn skilaði þessu í dag. Við vorum frábærir í honum og sköpuðum okkur fullt af færum og vorum bara með total football hérna. Ég var gríðarlega ánægður með sérstaklega fyrri hálfleikinn en í seinni hálfleiknum komu skagamenn aðeins og þrýstu á okkur, voru kröftugir en við stóðumst álagið og 3 stig. Gott að tengja saman 2 sigra.” Hann var alls ekkert svekktur þrátt fyrir yfirburðina í fyrri hálfleik að vera aðeins einu marki yfir í hálfleik. „Nei, maður getur lítið svekkt sig í hálfleik. En úr þessu komu 3 stig sem er það mikilvægasta í þessu. Við tengdum saman sigra og það gerðist í dag. Heilt yfir var ég ánægður með liðið og við spiluðum flottan fótbolta.” Hann viðurkenndi það alveg að hann hafði smá áhyggjur undir lokin en heimamenn sóttu stíft að marki Blika. „Jájá, þessir löngu boltar inn á hættusvæðið okkar gerðu okkur smá erfitt fyrir en við stóðumst álagið og ég er mjög ánægður með Gulla og vörnina þeir voru flottir í dag og þetta var góður sigur.” Gústi sagði liðið ekkert vera pæla í KR þrátt að hafa minnkað muninn á toppinn niður í 7 stig. „Kannski, en við hugsum bara um okkur sjálfa. Við tókum smá taphrinu sem við erum búnir að kvitta fyrir með 2 góðum sigrum, það er það sem skiptir öllu máli fyrir okkur.” Hann sagði að lokum að það kæmi ekkert annað til greina en að fara í bikarúrslitaleikinn en Blikar mæta Víkingum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í næstu viku. „Við ætlum okkur í úrslit, við fengum smjörþefinn af þessu í fyrra þegar við töpuðum en við ætlum okkur alla leið í ár, það er engin spurning,” sagði Ágúst Þór Gylfason að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti