Makamál

Þriðjungur einhleypra lenti í ástarævintýri um Versló

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 og ræddu um ástarævintýr um versló, síma og tölvunotkun í samböndum og margt fleira.
Makamál mættu í Brennsluna á FM957 og ræddu um ástarævintýr um versló, síma og tölvunotkun í samböndum og margt fleira. GETTY
Nú er vika liðin frá Versló og eflaust margir enn að ilja sér við góðar minningar um stundir undir berum himni í íslenskri náttúru. Að vera einhleypur og fara á útihátíð getur verið spennandi tilfinning og alltaf eru það einhverjir sem finna ástina.

Makamál setti inn könnun mánudaginn eftir Versló þar sem spurningunni var beint að einhleypu fólki. 

Lentir þú í ástarævintýri um Versló? 

Samkvæmt lesendum Vísis segist tæplega þriðjungur einhleypra hafa lent í einhvers konar ástarævintýri um Versló. Rúmlega helmingur einhleypra segist hins vegar ekki hafa verið að leita eftir neinu.

Hægt er að sjá nákvæmari niðurstöður úr könnuninni hér fyrir neðan:

Já, er með fiðrildi í maganum - 14%

Já, einnar nætur gamni - 14%

Nei, því miður - 21%

Nei, var ekki að leita eftir neinu 51%

Makamál mættu í Brennsluna á FM957 í morgun, ræddu niðurstöðurnar og kynntu til leiks spurningu næstu viku.

Klippa: Brennslan - Makamál: Eyðir makinn þinn of miklum tíma í síma eða tölvu?

Tengdar fréttir

Hvernig hinsegin ertu? 14 flokkar kynhneigðar

Hvað er það að vera hinsegin? Sjálft orðið hinsegin hefur margar merkingar og skírskotanir en í umræðunni hér á landi hefur það verið notað sem regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem ekki er gagnkynhneigt og fellur því ekki inn í það sem telst hefbundið kyn eða kynhlutverk.

Bone-orðin 10: Heiða vill rómantíska nautnaseggi

Heiða Skúladóttir er 24 ára viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og er þessa dagana að leggja lokahönd á BS ritgerðina sína. Á sumrin vinnur hún einnig sem flugfreyja hjá Icelandair. Makamál fengu að heyra hver 10 Bone-orð Heiðu eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×