Yankees og White Sox spila alvöru leik á "Field of Dreams“ vellinum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 11:30 Þekkt atriði úr myndinni Field of Dreams sem kom í bíó árið 1989. AP/Charlie Neibergall Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira