Vogafjós orðið tvítugt Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Efri röð f.v.: Einar og Hallgrímur Leifssynir, Skarphéðinn Reynir og Arnþrúður Anna Jónsbörn. Neðri röð f.v.: Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Jón Reynir Sigurjónsson og Ólöf Hallgrímsdóttir. Fyrirsætan á borðinu heitir Kveikur. Mynd/BB Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira