Andri Már og Hlynur efstir en Íslandsmeistarinn er fimm höggum á eftir þeim Anton Ingi Leifsson skrifar 8. ágúst 2019 21:48 Axel Bóasson. mynd/gsímyndir Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson eru með forystuna í karlaflokki eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholti um helgina. Báðir koma þeir úr GOS en þeir kláruðu fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Andri Már fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og endaði því hringinn frábærlega. Sex kylfingar eru jafnir, höggi á eftir Andra og Hlyn, en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Gísli Sveinbergsson, Andri Þór Björnsson, Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon og Jóhannes Guðmundsson. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, náði sér ekki á strik í dag en Axel er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring. Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni á dögunum er í 13. sætinu en hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag. Annar hringurinn af fjórum verður spilaður á morgun en stöðuna í heild sinni má sjá hér.Staða efstu manna: 1.-2. Andri Már Óskarsson, GOS 69 högg (-2) 1.-2 Hlynur Geir Hjartarson, GOS 69 högg (-2) 3.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg (-1) 3.-8. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1) 3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1) 3.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-1) 3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1) 3.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 70 högg (-1) 9.-12. Rúnar Arnórsson, GK 71 (par) 9.-12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71 högg (par) 9.-12. Haraldur Hilmar Heimisson, GR 70 högg (par) 9.-12. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 70 högg (par) Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson eru með forystuna í karlaflokki eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholti um helgina. Báðir koma þeir úr GOS en þeir kláruðu fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Andri Már fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og endaði því hringinn frábærlega. Sex kylfingar eru jafnir, höggi á eftir Andra og Hlyn, en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Gísli Sveinbergsson, Andri Þór Björnsson, Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon og Jóhannes Guðmundsson. Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, náði sér ekki á strik í dag en Axel er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring. Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni á dögunum er í 13. sætinu en hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag. Annar hringurinn af fjórum verður spilaður á morgun en stöðuna í heild sinni má sjá hér.Staða efstu manna: 1.-2. Andri Már Óskarsson, GOS 69 högg (-2) 1.-2 Hlynur Geir Hjartarson, GOS 69 högg (-2) 3.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg (-1) 3.-8. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1) 3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1) 3.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-1) 3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1) 3.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 70 högg (-1) 9.-12. Rúnar Arnórsson, GK 71 (par) 9.-12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71 högg (par) 9.-12. Haraldur Hilmar Heimisson, GR 70 högg (par) 9.-12. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 70 högg (par)
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira