Enski boltinn

Carroll kominn aftur heim

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carroll lék með West Ham í sex ár.
Carroll lék með West Ham í sex ár. vísir/getty
Andy Carroll er genginn í raðir Newcastle United á nýjan leik. Hann skrifaði undir eins árs samning við félagið.



Carroll hefur verið án félags síðan samningur hans við West Ham United rann út fyrr í sumar.

Hann hóf ferilinn með Newcastle og lék með liðinu til 2011 þegar hann var seldur til Liverpool.



Carroll lék aðeins eitt og hálft tímabil með Liverpool og fór svo til West Ham, fyrst á láni og svo keyptu Hamrarnir framherjann hávaxna.

Carroll, sem er þrítugur, hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár. Hann lék aðeins 14 leiki með West Ham í öllum keppnum á síðasta tímabili.

Í ljósi meiðslasögunnar verður Carroll á lágum launum hjá Newcastle en fær væna bónusa fyrir leiki sem hann spilar.

Auk Carrolls hefur Newcastle fengið Emil Krafth, Joelinton, Allan Saint-Maximin og Jetro Willems í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×