Enski boltinn

Stefán Teitur átti ekki mögu­leika gegn Arsenal | New­cast­le lagði Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Teitur í leik kvöldsins.
Stefán Teitur í leik kvöldsins. Richard Sellers/Getty Images

Arsenal er komið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins eftir þægilegan 3-0 útisigur á Stefáni Teiti Þórðarsyni og félögum í Preston North End. Newcastle United er sömuleiðis komið áfram eftir góðan 2-0 sigur á Chelsea.

Stefán Teitur spilaði allan leikinn og fékk gult spjald á 74. mínútu en þá var staðan þegar orðin 3-0 gestunum í vil.

Gabriel Jesus skoraði fyrsta markið á 24. mínútu eftir undirbúning Jakub Kiwior. Það var svo Jesus sjálfur sem lagði upp annað mark gestanna á 33. mínútu. Ethan Nwaneri með markið og staðan 0-2 í hálfleik.

Eftir rétt tæpa klukkustund bætti varamaðurinn Kai Havertz þriðja marki gestanna við eftir undirbúning Kiwior. Fleiri urðu mörkin ekki og Skytturnar sigldu örugglega inn í 8-liða úrslitin.

Newcastle United er einnig komið áfram eftir sigur á Chelsea þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Alexander Isak skoraði fyrra mark leiksins eftir undirbúning Sandro Tonali á 23. mínútu.

Þremur mínútum síðar skoraði Axel Disasi sjálfsmark og staðan orðin 2-0 Newcastle í vil. Það reyndust lokatölur leiksins þar sem ekki var meira skorað í kvöld.

Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Aston Villa og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum.


Tengdar fréttir

Man Utd örugg­lega áfram í fyrsta leik Nist­el­rooy sem þjálfara

Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í 16-liða úrslitum deildarbikarsins. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Ruud van Nistelrooy en hann tók við eftir að Erik ten Hag var látinn taka poka sinn. Nistelrooy byrjar vel en Rauðu djöflarnir unnu þægilegan 5-2 sigur í galopnum leik á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×