Enski boltinn

Birkir Bjarnason búinn að ganga frá starfslokasamningi við Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Getty/Neville Williams
Birkir Bjarnason spilar ekki með nýliðum Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Íslendingum í deildinni fækkar því aftur niður í tvo.

Aston Villa tilkynnti það á miðlum sínum í dag að félagið væri búið að ganga frá starfslokasamningi við Birki Bjarnason og að íslenski landsliðsmaðurinn sé nú laus allra mála frá félaginu.

Birkir missti sætið sitt í liðinu á síðustu leiktíð og Aston Villa hefur síðan keypt tólf nýja leikmenn í sumar til að undirbúa endurkomu sína í ensku úrvalsdeildina.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að Birkir finni sér nýtt lið sem fyrst.

Birkir kom til Aston Villa frá svissneska félaginu Basel í janúar 2017 og lék 54 leiki fyrir félagið.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna á Twitter-síðu Aston Villa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×