HSÍ selur dagpassa á leiki Íslands á EM á þúsund sænskar: Í boði til 1. september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:15 Íslenska landsliðið mætir Dönum, Rússum og Ungverjum í Malmö í janúar. Þar reynir á Guðmund Guðmundsson og strákana okkar. EPA/FRIEDEMANN VOGEL Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar á Evrópumótinu í byrjun næsta árs en EM 2020 fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar næstkomandi. Handknattleikssambands Íslands segir frá því á miðlum sínum í dag að sambandið hafi nú tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. til 15. janúar. Leikirnir fara fram í Malmö Arena sem opnaði árið 2008 og tekur þrettán þúsund manns í sæti. Það er stutt að fara til Malmö frá flugvellinum við Kaupmannahöfn. Í næstu viku mun Icelandair hefja sölu á pakkaferðum á mótið. Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur. Ellefu hundruð sænskar krónur eru samkvæmt gengi dagsins í dag rúmlega fjórtán þúsund íslenskar krónur. Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni. Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og í frétt á miðlum sínum biður HSÍ áhugasama um að senda þangað inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. september. Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: 11.janúar: Danmörk – Ísland (Hinn leikurinn: Ungverjaland-Rússland) 13.janúar: Ísland – Rússland (Hinn leikurinn: Danmörk-Ungverjaland) 15.janúar: Ísland – Ungverjaland (Hinn leikurinn: Rússland-Danmörk) View this post on InstagramMiðasala á EM 2020 Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar nk. HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. – 15. janúar. Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur. Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni. Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. September nk. Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ. Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: - 11.jan Danmörk – Ísland - 13.jan Ísland – Rússland - 15.jan Ísland – Ungverjaland A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Aug 8, 2019 at 6:41am PDT EM 2020 í handbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar á Evrópumótinu í byrjun næsta árs en EM 2020 fer fram í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar næstkomandi. Handknattleikssambands Íslands segir frá því á miðlum sínum í dag að sambandið hafi nú tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. til 15. janúar. Leikirnir fara fram í Malmö Arena sem opnaði árið 2008 og tekur þrettán þúsund manns í sæti. Það er stutt að fara til Malmö frá flugvellinum við Kaupmannahöfn. Í næstu viku mun Icelandair hefja sölu á pakkaferðum á mótið. Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur. Ellefu hundruð sænskar krónur eru samkvæmt gengi dagsins í dag rúmlega fjórtán þúsund íslenskar krónur. Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni. Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og í frétt á miðlum sínum biður HSÍ áhugasama um að senda þangað inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. september. Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ.Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: 11.janúar: Danmörk – Ísland (Hinn leikurinn: Ungverjaland-Rússland) 13.janúar: Ísland – Rússland (Hinn leikurinn: Danmörk-Ungverjaland) 15.janúar: Ísland – Ungverjaland (Hinn leikurinn: Rússland-Danmörk) View this post on InstagramMiðasala á EM 2020 Skrifstofa HSÍ mun hafa milligöngu með miðasölu á EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi í janúar nk. HSÍ hefur tryggt sér dagpassa á leiki Íslands í riðlakeppninni en Ísland leikur í Malmö frá 11. – 15. janúar. Miðarnir sem HSÍ hefur fengið úthlutaða að þessu sinni eru Cat 1 miðar og verðið er 1100 sænskar krónur. Tveir leikir fara fram hvern dag og verður því um mikla handboltaveislu að ræða og gilda miðarnir á báða leiki dagsins í riðlakeppninni. Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið midar@hsi.is og eru áhugasamir beðnir um að senda inn nafn, kennitölu, síma og netfang ásamt fjölda miða á hvern leik Íslands. Hægt er að senda inn pantanir á miðum til 1. September nk. Allar nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu HSÍ. Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi: - 11.jan Danmörk – Ísland - 13.jan Ísland – Rússland - 15.jan Ísland – Ungverjaland A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Aug 8, 2019 at 6:41am PDT
EM 2020 í handbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira