Methlutfall fyrstu kaupenda merki þess að auðveldara sé að safna fyrir íbúð en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 10:16 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra. Vísir/vilhelm Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér. Húsnæðismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fyrstu íbúðakaupum hefur almennt fjölgað meira en annars konar íbúðakaupum allt frá árinu 2009 en þá var hlutfallið um 7,5%. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst 2019. Hlutfall fyrstu kaupa af heildaríbúðakaupum mælist hæst á Austurlandi það sem af er þessu ári, eða um 32% af öllum íbúðakaupum í þeim landshluta. Um 31% allra íbúðakaupa á Suðurnesjum á fyrri helmingi þessa árs voru fyrstu kaup og 28% bæði á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. 27% íbúðakaupa bæði á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjörðum voru fyrstu kaup, 23% á Vesturlandi og 22% á Norðurlandi vestra.Auðveldara að safna sér fyrir íbúð en áður Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að meiri sveiflur séu í þróun umrædds hlutfalls innan landsvæða eftir því sem færri kaupsamningar eru gerðir. Allir landshlutar eigi það sameiginlegt að hlutfall fyrstu kaupenda hafi farið vaxandi undanfarin ár, en á sama tíma hafi lítil breyting orðið á fjölda kaupsamninga. Þetta þykir gefa til kynna að nú sé auðveldara að safna fyrir íbúð en áður. „Áhugavert er að sjá að sú mikla hækkun húsnæðisverðs sem átt hefur sér stað á síðustu tíu árum hefur haft takmörkuð áhrif á fyrstu kaupendur. Svo virðist sem kaupmáttaraukning, lækkun vaxta og aðgerðir hins opinbera til stuðnings fyrstu kaupenda hafi vegið þyngra og orðið þess valdandi að hlutfall fyrstu kaupenda hafið hækkað nokkuð stöðugt frá árinu 2009,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Heildarfjöldi kaupsamninga vegna íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman um 4% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Mikill munur er á breytingunni eftir sveitarfélögum og landshlutum en kaupsamningunum fjölgaði um 30% á Vestfjörðum og tæplega 20% í Kópavogi. Samningum fækkaði hins vegar um 21% á Vesturlandi og 37% í Garðabæ. Hagkvæmast að leigja í Reykjavík Hlutfall langtímaleiguíbúða af heildarfjölda íbúða er 7,5% og hefur lækkað um nær þriðjung frá árinu 2015. Leigumarkaðurinn er virkastur á Suðurnesjum en óvirkastur á Vestfjörðum og Norðurlandi Vestra. Þá er óhagkvæmast að leigja á Vestfjörðum en hagkvæmast í Reykjavík, ef leiguverð er borið saman við kaupverð sams konar íbúða á sama svæði. Toppnum náð í framkvæmdum Dregið hefur úr innflutningi hráefna til byggingaframkvæmda auk þess sem erlendu starfsfólki í byggingariðnaði hefur fækkað töluvert frá síðasta ári. Í skýrslunni er dregin sú ályktun að að toppnum sé nú náð í íbúðaruppbyggingu í bili þó að starfsemin mælist enn mikil miðað við síðasta áratuginn. Samkvæmt niðurstöðum úttektar hagdeildar Íbúðalánasjóðs, byggðum á staðlaðri aðferðafræði, sem ber að taka með fyrirvara, virðist fasteigna- og leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafa færst nær jafnvægi á síðustu tveimur árum. Á árunum 2015-2017 gæti þó verið að markaðurinn hafi verið „fyrir ofan jafnvægi,“ líkt og segir í skýrslunni. Skýrslu Íbúðalánasjóðs má nálgast í heild hér.
Húsnæðismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira