Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:02 Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Sjá meira
Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00