Áhugi auðmanna á jarðarkaupum á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 19:02 Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Forsætisráðherra telur að aukinn áhugi auðmanna á að kaupa jarðir á Íslandi kunni að tengjast vatnsréttindum og öðrum verðmætum hlunnindum í tengslum við loftslagsbreytingar. Þetta hafi menn ekki séð fyrir við gerð gildandi laga frá 2004. Fyrirhugaðar breytingar á lögum sem takmarka eiga eignarhald erlendra auðmanna hafi mátt líða fyrir það hvað málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Haft er eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í Fréttablaðinu í dag að hann undrist seinagang starfshóps forsætisráðherra um jarðarkaup útlendinga. Málið verður á dagskrá sumarfundar ríkisstjórnarinnar sem fer fram í Mývatnssveit á morgun. „Fólk kvartar hér undan seinagangi í þessari vinnu en staðreyndin er sú að við erum með jarðarlög frá 2004 sem samþykkt voru í tíð þáverandi ríkisstjórnar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna og nutu raunar fylgis allra flokka nema Vinstri grænna á þeim tíma,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þá hafi menn ef til vill ekki séð fyrir að fjárfesting í landi myndi geta orðið jafn dýrmæt og raun beri vitni nú. „Eins og við erum í raun og veru að sjá núna í heiminum þar sem verið er að fjárfesta í landi og ekki síst þeim auðlindaréttindum sem fylgja fjárfestingu í landi og þá er ég til dæmis að tala um vatnsréttindi. Þannig að það er auðvitað mikilvægt að fara yfir sögu þessa máls og fara yfir hvað er hægt að gera til þess að setja á einhverjar takmarkanir,“ segir Katrín. Hún segir slíkar hömlur ekki stangast á við skuldbindingar gagnvart EES-samningnum. „Að mínu viti snýst þetta um ákveðin fullveldissjónarmið að það sé eðlilegt að við höfum ákveðna yfirsýn og yfirstjórn á því hvernig landið er nýtt og það hafa flest ríkin í krinum okkur gert,“ segir Katrín. „Staðreyndin er sú að þetta mál hefur liðið fyrir það hvað það heyrir undir mörg ráðuneyti. Ég hef síðan ákveðið að taka þetta mál til mín, ég hef fengið til mín utanaðkomandi sérfræðinga til þess að vinna úr þeim gögnum sem eru til í hverju ráðuneyti til þess að gera tillögur að því hvaða lagabreytingar er hægt að gera og eins og hefur komið fram stefni ég að því að þær verði tilbúnar fyrir þetta komandi þing,“ segir Katrín.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15 Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 19:15
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Yfirgnæfandi stuðningur við frekari hömlur á jarðakaup Mikill stuðningur er við að stjórnvöld setji frekari skorður við jarðakaupum erlendra aðila samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Þannig segjast tæp 84 prósent mjög eða frekar sammála frekari skorðum en aðeins fimm prósent eru því ósammála. Andstaðan við jarðakaup eykst með aldri. 30. júlí 2019 06:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent