Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 09:33 Hermenn á vegum Indlands í Jammu-borg. AP/Channi Anand Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs. Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. Amit Shah, innanríkisráðherra Indlands, kynnti áformin á indverska þinginu en þau fela í sér að 370. grein indversku stjórnarskrárinnar verður afturkölluð. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Eitt helsta kosningaloforð BJP-flokksins í Indlandi, sem fer með völdin, fyrir síðustu kosningar, sem haldnar voru fyrr í sumar, var að afnema þetta tiltekna stjórnarskrárákvæði. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur. Forseti Indlands þarf að skrifa undir tillögu ríkisstjórnarinnar til þess að hún verði að veruleika. Umræða um hana mun fara fram á þinginu en ekki er búist við því að greidd verði atkvæði um hana, stjórnarandstöðunni í Indlandi til mikillar gremju. Búið er að setja hömlur á net- og símaaðgang í héraðinu og segir Mehbooba Mufti, fyrrverandi ríkisstjóri héraðsins, að ákvörðun ríkistjórnarinnar þýði í raun að Indland hafi tekið héraði hernámi. Um myrkasta dag í sögu lýðræðis í Indlandi sé að ræða. Indland og Pakistan hafa lengi deilt um Kasmír-hérað, bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum helmingi þess. Búist er við því að yfirvöld í Pakistan muni bregðast harkalega við tillögu Indlandsstjórnar, en tvö af þremur stríðum sem ríkin hafa háð hafa verið vegna Kasmír-héraðs.
Indland Pakistan Tengdar fréttir Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45 Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00 Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Sagðir brjóta samkomulag Talsmaður bandaríska sendiráðsins í Islamabad, höfuðborg Pakistan, staðfesti í samtali við fréttastofu Reuters að verið væri að skoða ásakanir þess efnis. 4. mars 2019 07:45
Áratugalöng átök um Kasmírsvæðið Indverjar og Pakistanar hafa tekist á í Kasmír undanfarna viku. Forsætisráðherra Pakistans leysti Indverja úr haldi í gær. Átök um Kasmír eiga sér langa sögu, stríð hefur brotist út áður. Heimsbyggðin stendur á öndinni enda búa ríkin yfir kjarnorkuvopnum. 2. mars 2019 09:00
Segja Indverja hyggja á árás gegn Pakistan Shah Mehmood Qureshi, utanríkisráðherra Pakistan, segir yfirvöld ríkisins búa yfir upplýsingum um að Indverjar ætli sér að gera árás á Pakistan. 7. apríl 2019 19:53