Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. ágúst 2019 18:48 Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu