Annie segir endalok sín á heimsleikunum eins sorgleg og hugsast getur Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 15:12 Annie Mist Þórisdóttir á heimsleikunum í ár. Instagram Annie Mist Þórisdóttir segir endalok sín á heimsleikunum í CrossFit í ár eins sorgleg og hugsast getur. Hún vaknaði ítrekað í nótt hugsandi að þetta hafi bara verið slæmur draumur, hún hafi ekki dottið úr leik eftir sex keppnisgreinar, eigandi fullt erindi enn á leikunum. Annie hafnaði í tólfta sæti eftir fyrstu æfingu gærdagsins og komst þar með ekki í gegnum tíu manna niðurskurð sem var boðaður. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var í 20. sæti eftir fyrri æfingu gærdagsins og komst sömuleiðis ekki í gegnum niðurskurðinn þar sem aðeins tíu keppendur fengu að halda áfram keppni. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi aldrei verið betra formi og eigi heil ósköp inni. Annie gengur nú um keppnissvæðið í Madison með tómleikatilfinningu því hún fékk bara að keppa í sex greinum. Hún er afar svekkt með að hafa ekki fengið að spreyta sig í sundgrein því hún hefur unnið í sundtækninni í heilt ár fyrir þessa leika.Þrjár af topp tíu náðu ekki að lyfta fyrstu þyngd Annie segir að niðurskurðurinn hafi verið of knappur eftir sex greinar þar sem ekki hafi verið reynt á alla þætti keppenda. Það hafi sést þegar kom að kraftlyftingunum, sem voru seinni keppnisgreinin í gær, þar sem þrjár af þeim tíu sem komust áfram náðu ekki að lyft fyrstu þyngdinni. View this post on InstagramI don’t really know what to say... congratulations to the women that made the cut, but I don’t believe we have had enough tests to be able to make a top 10 cut just yet. I will leave it at that for now Not sure what’s next, but THANK YOU from the bottom of my heart to everyone out there supporting me! It means the world @bownmedia A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 3, 2019 at 10:29am PDT„Mér fannst ekki nógu mikið jafnvægi á uppsetningunni á keppnisgreinunum með niðurskurð í huga. Þrjár af þessum fyrstu sex greinum voru hlaupagreinar. Þar gerði ég mistök í einni hlaupa greininni og lenti á vegg sem kostaði mig leikana,“ segir Annie og vísar þar til annarrar keppnisgreinarinnar á fyrsta deginum þar sem keppendur áttu að hlaupa sex kílómetra með þungan bakpoka.Hjartagallinn ekki að stríða henni Evert Víglundsson, eigandi CrossFit-Reykjavík, sagði í gær að mögulega hefði hjartagalli Anniear, sem gerir það að verkum að hjartsláttur hennar getur rokið upp í 200 slög á mínútu fyrirvaralaust, gert vart við sig en Annie segir í samtali við Vísi að svo hafi ekki verið. „Nei, það gerðist ekki hjá mér, sem betur fer, þó það hefði verið fín afsökun,“ segir Annie. „Ég byrjaði bara of hratt og lenti á vegg,“ segir Annie en hún segir minningar um hitaslag sem hún varð fyrir á leikunum árið 2015 hafa sótt að henni. Svo var þó ekki og var hún við fína heilsu eftir hlaupið.Dæturnar eiga heima í topp 5 Líkt og áður segir hafnaði Annie í tólfta sæti en hún segir það engan veginn endurspegla stöðu hennar innan CrossFit-heimsins. Hún eigi heima í topp fimm miðað við form hennar í dag og það sama megi segja um Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem rétt komst í gegnum niðurskurð í gær, og Ragnheiði Söru. View this post on InstagramIU Madison. On to day 2. #enjoythejourney #allsmiles A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 1, 2019 at 6:11pm PDTHún geri sér þó algjörlega grein fyrir að hún hefði aldrei unnið leikana í ár enda sú sem er í forystunni, Tia-Clair Toomey, í yfirburða formi. Hún segist aldrei hafa verið eins úthvíld eftir heimsleika og í ár. Þessar sex greinar sem hún keppti í reyndu minna á hana en í venjulegri æfingaviku. Hún segir það fína hugmynd að hafa niðurskurð á leikunum í ár, enda fjöldi keppenda sem fengu þátttökurétt í ár og mögulega sumir sem áttu ekkert erindi þar. Vill hún ekki taka neitt af þeim sem náðu í gegnum tíu manna niðurskurðinn en ítrekar að jafnvægið á keppnisgreinunum hafi ekki verið nógu mikið og mögulega hefði verið betra að fara í þann niðurskurð eftir átta keppnisgreinar þar sem búið var að reyna á flestar hliðar keppenda.Vonbrigðin sjást á pöllunum Hún segir marga hafa sett sig í samband við hana til sýna henni samhug, þeim finnist þetta óréttlátt hvernig komið væri fyrir henni. „Það er fullt af fólki búið að borga tugi þúsunda til að sjá mann keppa. Þeir ná hins vegar bara mögulega einni keppnisgrein enda sér maður að eftir því sem keppendum fækkaði þá fækkaði áhorfendum á pöllunum. Þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég elska CrossFitt, elska heimsleikana og elska að keppa en vonandi læra þeir sem sjá um skipulagninguna af þessu og þetta verður betra í framtíðinni.“ Annie, sem hefur tvívegis unnið heimsleikana, var að keppa á sínum tíundu heimsleikum. Spurð hvort þetta væru hennar síðustu segist hún alltaf gefa sama svarið, hún taki aðeins eitt ár í einu. „Svo finnur maður hvatninguna, hvort hún sé til staðar. Líkaminn og hausinn er í góðu standi, ég hef sjaldan verið svona góðu standi. Ég er í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í. Þess vegna er þetta svo sorglegt.“ Hún ætlar þó ekki að láta sig hverfa á heimsleikunum í ár þrátt fyrir vonbrigðin. Hún segist hafa heyrt af nokkrum sem féllu úr keppni sem yfirgáfu svæðið, gátu ekki hugsað sér að vera þarna, en hún ætlar sér að vera með Reebok-fólkinu í dag, hitta aðdáendur og styðja vini sína sem eru enn að keppa.Björgvin og Katrín eiga heima á verðlaunapalli Þar á meðal er ein af bestu vinkonum hennar og æfingafélagi, Katrín Tanja, og Björgvin Karl Guðmundsson, sem er einnig góður vinur hennar og æfingafélagi. Björgvin Karl situr í þriðja sæti fyrir lokadaginn en Annie segir hann eiga heima á verðlaunapalli. Hún hefur einnig fulla trú á Katrínu Tönju og segir hana eiga fullt erindi á verðlaunapall. CrossFit Tengdar fréttir Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Annie Mist og Ragnheiður Sara dottnar út Annie og Ragnheiður náðu ekki að gera nógu vel í spretthlaups æfingu sem fram fór nú fyrr í dag. 3. ágúst 2019 17:26 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir segir endalok sín á heimsleikunum í CrossFit í ár eins sorgleg og hugsast getur. Hún vaknaði ítrekað í nótt hugsandi að þetta hafi bara verið slæmur draumur, hún hafi ekki dottið úr leik eftir sex keppnisgreinar, eigandi fullt erindi enn á leikunum. Annie hafnaði í tólfta sæti eftir fyrstu æfingu gærdagsins og komst þar með ekki í gegnum tíu manna niðurskurð sem var boðaður. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var í 20. sæti eftir fyrri æfingu gærdagsins og komst sömuleiðis ekki í gegnum niðurskurðinn þar sem aðeins tíu keppendur fengu að halda áfram keppni. Hún segir í samtali við Vísi að hún hafi aldrei verið betra formi og eigi heil ósköp inni. Annie gengur nú um keppnissvæðið í Madison með tómleikatilfinningu því hún fékk bara að keppa í sex greinum. Hún er afar svekkt með að hafa ekki fengið að spreyta sig í sundgrein því hún hefur unnið í sundtækninni í heilt ár fyrir þessa leika.Þrjár af topp tíu náðu ekki að lyfta fyrstu þyngd Annie segir að niðurskurðurinn hafi verið of knappur eftir sex greinar þar sem ekki hafi verið reynt á alla þætti keppenda. Það hafi sést þegar kom að kraftlyftingunum, sem voru seinni keppnisgreinin í gær, þar sem þrjár af þeim tíu sem komust áfram náðu ekki að lyft fyrstu þyngdinni. View this post on InstagramI don’t really know what to say... congratulations to the women that made the cut, but I don’t believe we have had enough tests to be able to make a top 10 cut just yet. I will leave it at that for now Not sure what’s next, but THANK YOU from the bottom of my heart to everyone out there supporting me! It means the world @bownmedia A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 3, 2019 at 10:29am PDT„Mér fannst ekki nógu mikið jafnvægi á uppsetningunni á keppnisgreinunum með niðurskurð í huga. Þrjár af þessum fyrstu sex greinum voru hlaupagreinar. Þar gerði ég mistök í einni hlaupa greininni og lenti á vegg sem kostaði mig leikana,“ segir Annie og vísar þar til annarrar keppnisgreinarinnar á fyrsta deginum þar sem keppendur áttu að hlaupa sex kílómetra með þungan bakpoka.Hjartagallinn ekki að stríða henni Evert Víglundsson, eigandi CrossFit-Reykjavík, sagði í gær að mögulega hefði hjartagalli Anniear, sem gerir það að verkum að hjartsláttur hennar getur rokið upp í 200 slög á mínútu fyrirvaralaust, gert vart við sig en Annie segir í samtali við Vísi að svo hafi ekki verið. „Nei, það gerðist ekki hjá mér, sem betur fer, þó það hefði verið fín afsökun,“ segir Annie. „Ég byrjaði bara of hratt og lenti á vegg,“ segir Annie en hún segir minningar um hitaslag sem hún varð fyrir á leikunum árið 2015 hafa sótt að henni. Svo var þó ekki og var hún við fína heilsu eftir hlaupið.Dæturnar eiga heima í topp 5 Líkt og áður segir hafnaði Annie í tólfta sæti en hún segir það engan veginn endurspegla stöðu hennar innan CrossFit-heimsins. Hún eigi heima í topp fimm miðað við form hennar í dag og það sama megi segja um Katrínu Tönju Davíðsdóttur, sem rétt komst í gegnum niðurskurð í gær, og Ragnheiði Söru. View this post on InstagramIU Madison. On to day 2. #enjoythejourney #allsmiles A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 1, 2019 at 6:11pm PDTHún geri sér þó algjörlega grein fyrir að hún hefði aldrei unnið leikana í ár enda sú sem er í forystunni, Tia-Clair Toomey, í yfirburða formi. Hún segist aldrei hafa verið eins úthvíld eftir heimsleika og í ár. Þessar sex greinar sem hún keppti í reyndu minna á hana en í venjulegri æfingaviku. Hún segir það fína hugmynd að hafa niðurskurð á leikunum í ár, enda fjöldi keppenda sem fengu þátttökurétt í ár og mögulega sumir sem áttu ekkert erindi þar. Vill hún ekki taka neitt af þeim sem náðu í gegnum tíu manna niðurskurðinn en ítrekar að jafnvægið á keppnisgreinunum hafi ekki verið nógu mikið og mögulega hefði verið betra að fara í þann niðurskurð eftir átta keppnisgreinar þar sem búið var að reyna á flestar hliðar keppenda.Vonbrigðin sjást á pöllunum Hún segir marga hafa sett sig í samband við hana til sýna henni samhug, þeim finnist þetta óréttlátt hvernig komið væri fyrir henni. „Það er fullt af fólki búið að borga tugi þúsunda til að sjá mann keppa. Þeir ná hins vegar bara mögulega einni keppnisgrein enda sér maður að eftir því sem keppendum fækkaði þá fækkaði áhorfendum á pöllunum. Þetta eru ákveðin vonbrigði. Ég elska CrossFitt, elska heimsleikana og elska að keppa en vonandi læra þeir sem sjá um skipulagninguna af þessu og þetta verður betra í framtíðinni.“ Annie, sem hefur tvívegis unnið heimsleikana, var að keppa á sínum tíundu heimsleikum. Spurð hvort þetta væru hennar síðustu segist hún alltaf gefa sama svarið, hún taki aðeins eitt ár í einu. „Svo finnur maður hvatninguna, hvort hún sé til staðar. Líkaminn og hausinn er í góðu standi, ég hef sjaldan verið svona góðu standi. Ég er í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í. Þess vegna er þetta svo sorglegt.“ Hún ætlar þó ekki að láta sig hverfa á heimsleikunum í ár þrátt fyrir vonbrigðin. Hún segist hafa heyrt af nokkrum sem féllu úr keppni sem yfirgáfu svæðið, gátu ekki hugsað sér að vera þarna, en hún ætlar sér að vera með Reebok-fólkinu í dag, hitta aðdáendur og styðja vini sína sem eru enn að keppa.Björgvin og Katrín eiga heima á verðlaunapalli Þar á meðal er ein af bestu vinkonum hennar og æfingafélagi, Katrín Tanja, og Björgvin Karl Guðmundsson, sem er einnig góður vinur hennar og æfingafélagi. Björgvin Karl situr í þriðja sæti fyrir lokadaginn en Annie segir hann eiga heima á verðlaunapalli. Hún hefur einnig fulla trú á Katrínu Tönju og segir hana eiga fullt erindi á verðlaunapall.
CrossFit Tengdar fréttir Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43 Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00 Annie Mist og Ragnheiður Sara dottnar út Annie og Ragnheiður náðu ekki að gera nógu vel í spretthlaups æfingu sem fram fór nú fyrr í dag. 3. ágúst 2019 17:26 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Sjá meira
Ræða harkalegan niðurskurð á heimsleikunum: „Róum okkur á að taka tíu út eftir fyrstu æfinguna á þriðja deginum“ Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir fjalla um CrossFit-leikana í Madison 4. ágúst 2019 10:43
Bein útsending: Lokadagurinn á heimsleikunum í CrossFit Nú er komið að úrslitastundu á heimsleikunum í Madison. Vísir fylgist vel með og sýnir beint frá lokadeginum á heimsleikunum í CrossFit. 4. ágúst 2019 21:00
Annie Mist og Ragnheiður Sara dottnar út Annie og Ragnheiður náðu ekki að gera nógu vel í spretthlaups æfingu sem fram fór nú fyrr í dag. 3. ágúst 2019 17:26
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn