Tugprósenta hækkun á lárperum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 12:00 Lárperan hefur notið síaukinna vinsælda á undanförnum árum. Misgáfulegir greinendur hafa jafnvel haldið því fram að avókadóát ungs fólks sé ein af ástæðum þess að það eigi í erfiðleikum á fasteignamarkaði. Getty/Westend61 Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“ Neytendur Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“
Neytendur Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira