Sex gistu í fangaklefa í Eyjum í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 14:09 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp. Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og í nótt þar sem þjóðhátíð fór fram. Sex gistu fangaklefa, þrír vegna minniháttar líkamsárásar, einn sem var grunaður um sölu fíkniefna og tveir vegna ölvunar og óspekta. Lögreglan í Vestmannaeyjum segir enga hafa hlotið alvarlega áverka vegna þessara árása. Tíu fíkniefnamál komu upp og var í öllum nema einu um svokölluð neyslumál að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fór skemmtanahald vel fram. Fá útköll voru vegna vímuástands eða óspekta, en einn gisti þó í fangageymslu á Selfossi. Þá var nokkur erill vegna hraðakstursbrota en 20 ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu síðasta sólarhringinn, en margir eru nú á ferðalagi í umdæminu. Sá sem hraðast ók var mældur á 176 kílómetra hraða á klukkustund. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og þurfti að láta af hendi nokkurra daga gamalt ökuskírteini sitt. Að sögn lögreglu verður fylgst vel með umferðinni á næstu dögum. Eftirlitsstöðvar verða settar upp á völdum stöðum þar sem ástand ökutækja verður kannað, sem og ástand og réttindi ökumanna. Lögregla verður einnig með óeinkennisklædda lögreglumenn á ferð um umdæmið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nóttin róleg. Þrír voru vistaðir í fangaklefum eftir nóttina og komu nokkur mál komu upp vegna ölvunar og óláta í miðborginni. Á Akureyri er fjöldi fólks kominn saman og öll tjaldstæði þétt setin að sögn Hermanns Karlssonar, aðalvarðstjóra. Hann segir að nóttin hafi gengið vel en enginn gisti fangageymslu og kom ekkert fíkniefnamál upp.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Sjá meira