Malaví grípur til aðgerða vegna plastmengunar Heimsljós kynnir 2. ágúst 2019 15:30 Plastmengun er víða vandamál Pexels/Magda Ehlers Malaví hefur bæst í hóp Afríkuríkja sem tekið hafa upp bann við plastpokum og öðrum hlutum úr þunnum plastefnum. Hæstiréttur landsins felldi í gær dóm þar sem plastbannið var staðfest. Stjórnvöld í Malaví lögðu árið 2015 bann við dreifingu næfurþunnra plastefna en plastframleiðendur í landinu höfðuðu mál í kjölfarið. Að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Guardian var banninu hnekkt á lægri dómsstigum en í gær komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist lög. Fyrirtæki sem ekki hlíta dóminum eiga yfir höfði sér fjársektir og jafnvel lokanir. Malaví hefur þar með bæst í hóp Afríkjuríkja sem reyna að sporna við plastmengun með lagasetningu. Tansanía, Rúanda og Kenía eru þar á meðal og eru lögin sýnu ströngust í síðastnefnda ríkinu þar sem fangelsisdómar og háar fjársektir liggja við brotum. 62 lönd í heiminum hafa sett lög til að draga úr plastmengun, Ísland er þar á meðal. Í Malaví eru framleidd 75.000 tonn af plasti árlega, þar af er aðeins fimmtungur hæfur til endurvinnslu. The Guardian hefur eftir Tiwonge Mzumara-Gawa, formanni umhverfissamtakanna Wildlife and Environmental Society of Malawi að plastefnabannið sé nauðsynlegt vegna þess að það sé „eina leiðin til að til að draga úr magni plasts sem endar í okkar dýrmætu stöðuvötnum.“ Þar munar mestu um Malavívatn, ellefta stærsta stöðuvatn heims og það þriðja stærsta í Afríku en fiskurinn úr vatninu sér íbúum landsins fyrir stórum hluta alls dýraprótíns. Í nýlegri skýrslu stjórnvalda og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna UNDP segir að verði ekkert gert til að stemma stigu við örplastmengun gætu fiskisstofnar í Malavívatni orðið útdauðir fyrir árið 2050. „Örplast sem kemst í fiskinn varðar þannig fæðuöryggi, lífsafkomu og heilsu fólks,“ segir Mzumara-Gawa og bætir við að þótt endurvinnsla og hreinsunarátök séu góðra gjalda verð dugi þau skammt.Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, hitt er Úganda. Íbúar Mangochi-héraðs, þar sem þróunarsamvinnan í Malaví fer fram, byggja afkomu sína að stórum hluta á veiðum og vinnslu fisks úr Malavívatni. Á sínum tíma voru þróunarsamvinnuverkefni Íslands í Malaví einkum á sviði fiskveiða. Þá má nefna að Ísland er stofnaðili að nýjum ProBlue-sjóði Alþjóðabankans sem fjallar um málefni hafsins í víðu samhengi. Mengunarmál í hafi verða sérstök áherslusvið í þessum sjóði og framlag Íslands til hans eru einkum til verkefna á sviði fiskimála og plastmengunar í hafi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent
Malaví hefur bæst í hóp Afríkuríkja sem tekið hafa upp bann við plastpokum og öðrum hlutum úr þunnum plastefnum. Hæstiréttur landsins felldi í gær dóm þar sem plastbannið var staðfest. Stjórnvöld í Malaví lögðu árið 2015 bann við dreifingu næfurþunnra plastefna en plastframleiðendur í landinu höfðuðu mál í kjölfarið. Að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Guardian var banninu hnekkt á lægri dómsstigum en í gær komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist lög. Fyrirtæki sem ekki hlíta dóminum eiga yfir höfði sér fjársektir og jafnvel lokanir. Malaví hefur þar með bæst í hóp Afríkjuríkja sem reyna að sporna við plastmengun með lagasetningu. Tansanía, Rúanda og Kenía eru þar á meðal og eru lögin sýnu ströngust í síðastnefnda ríkinu þar sem fangelsisdómar og háar fjársektir liggja við brotum. 62 lönd í heiminum hafa sett lög til að draga úr plastmengun, Ísland er þar á meðal. Í Malaví eru framleidd 75.000 tonn af plasti árlega, þar af er aðeins fimmtungur hæfur til endurvinnslu. The Guardian hefur eftir Tiwonge Mzumara-Gawa, formanni umhverfissamtakanna Wildlife and Environmental Society of Malawi að plastefnabannið sé nauðsynlegt vegna þess að það sé „eina leiðin til að til að draga úr magni plasts sem endar í okkar dýrmætu stöðuvötnum.“ Þar munar mestu um Malavívatn, ellefta stærsta stöðuvatn heims og það þriðja stærsta í Afríku en fiskurinn úr vatninu sér íbúum landsins fyrir stórum hluta alls dýraprótíns. Í nýlegri skýrslu stjórnvalda og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna UNDP segir að verði ekkert gert til að stemma stigu við örplastmengun gætu fiskisstofnar í Malavívatni orðið útdauðir fyrir árið 2050. „Örplast sem kemst í fiskinn varðar þannig fæðuöryggi, lífsafkomu og heilsu fólks,“ segir Mzumara-Gawa og bætir við að þótt endurvinnsla og hreinsunarátök séu góðra gjalda verð dugi þau skammt.Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, hitt er Úganda. Íbúar Mangochi-héraðs, þar sem þróunarsamvinnan í Malaví fer fram, byggja afkomu sína að stórum hluta á veiðum og vinnslu fisks úr Malavívatni. Á sínum tíma voru þróunarsamvinnuverkefni Íslands í Malaví einkum á sviði fiskveiða. Þá má nefna að Ísland er stofnaðili að nýjum ProBlue-sjóði Alþjóðabankans sem fjallar um málefni hafsins í víðu samhengi. Mengunarmál í hafi verða sérstök áherslusvið í þessum sjóði og framlag Íslands til hans eru einkum til verkefna á sviði fiskimála og plastmengunar í hafi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent