Fara yfir ástæðuna fyrir því að spænsku liðin eru að eyða meiri pening en þau ensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:00 Eden Hazard kyssir Real Madrid merkið þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félafgsins. Getty/Helios de la Rubia Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Evrópumeistarar Liverpool hafa varla eytt krónu á markaðnum í sumar og heilt yfir þá hafa ensku úrvalsdeildarliðin ekki eytt jafnmiklum peningi í nýja leikmenn og liðin í spænsku deildinni. Breska ríkisútvarpið leitaði skýringa á því. Spænsku liðin hafa verið í metaham í sumar og eru í fyrsta sinn komin saman með yfir einn milljarð enskra punda í eyðslu í nýja leikmenn. Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa eytt samtals 922 milljónum punda í nýja leikmenn. Það eru vissulega ensk félög að kaupa leikmenn þótt að Liverpool sé rólegt á markaðnum og það gætu líka dottið inn stór kaup á síðustu sex dögunum sem glugginn er opinn. Það hljómar frekar furðulega að það séu nýliðar Aston Villa sem hafi eytt mestum peningi af ensku úrvalsdeildarliðunum. Þetta gæti orðið í fyrsta sinn í meira en áratug þar sem eyðslan er meiri hjá bestu liðum Spánar en hjá bestu liðum Englands.La Liga v Premier League.#EPL clubs have spent £922m and counting with just seven days remaining until the transfer window closes. But who will spend more this summer? Find out https://t.co/DIDSqLNEvf#bbcfootballpic.twitter.com/4jV3dqLFTq — BBC Sport (@BBCSport) August 2, 2019Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid hafa öll eytt stórum upphæðum í að styrkja leikmannahópa sína eftir vonbrigðartímabil í Evrópu á síðustu leiktíð. Spænsku liðin höfðu verið með talsverða yfirburði í Evrópukeppnunum árin á undan en síðasta vetur snérist það við. Ensku lið unnu ekki aðeins Meistaradeildina og Evrópudeildina heldur voru enskir úrslitaleikir í báðum keppnum því Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og Chelsea vann Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænsku félögin hafa nú snúið vörn í sókn. Þau hafa þegar eytt 1,06 milljörðum punda í leikmenn í sumar og eru farin að nálgast met ensku úrvalsdeildarinnar frá 2017 þegar ensku liðin eyddu 1,4 milljörðum punda í leikmenn í sumarglugganum. Eden Hazard (Real), Joao Felix (Atletico) og Antoine Griezmann (Barca) voru allir keyptir fyrir stórar upphæðir en það hefur verið minna um þessi risakaup á Englandi. Arsenal borgaði reyndar metupphæð fyrir Nicolas Pepe og það gerði Manchester City líka fyrir Rodri. Tottenham tók sig líka til og eyddi 54 milljónum punda í Tanguy Ndombele. Blaðamennirnir Ben Collins og Katie Falkingham hjá breska ríkisútvarpinu velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessu í pistli á heimasíðu BBC í dag. Það fer ekkert á milli mála hjá þeim sem þau töluðu við að frábært gengi ensku liðanna úi Evrópukeppnunum á síðustu leiktíð hefur kallað á viðbrögð frá bæði spænskum og ítölskum liðum. Hér kemur líka inn í að Chelsea er í banni og Manchester United hefur ekki enn þá keypt þessa dýru leikmenn sem búist var við. Spænsku liðin eru líka í betri stöðu en áður eftir að nýr sjónvarpssamningur færði þeim auknar tekjur en hann gefur af sér tuttugu prósentum meira en sá gamli. Það eru hins vegar enn sex dagar eftir af glugganum og Manchester United er ekki búið að segja sitt síðasta. Tottenham gæti líka keypt fleiri leikmenn en það eru litlar líkur á að mikið gerist hjá Liverpool. Það má lesa úttekt þeirra Ben Collins og Katie Falkingham með því að smella hér.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira