Bjartar sveiflur spila fyrir vestan Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:45 Hljómsveitin Bjartar sveiflur mætir á Flateyri annað sumarið í röð. Mynd/Magnús Andersen Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Um helgina verður hljómsveitin Bjartar sveiflur með ball á Vagninum á Flateyri. Mýrarboltinn fer fram í Bolungarvík en stutt er að skella sér yfir á Flateyri á þennan margrómaða bar. „Það er búið að ganga mjög vel í sumar og veðrið náttúrulega miklu betra en í fyrra. Það hjálpaði mikið. Þannig að það hefur verið nóg að gera, Góss var með tónleika og svo kemur Magga Maack með Búkalú hingað. Þannig að við í raun gætum ekki verið sáttari,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, rekstrarstjóri Vagnsins.Óli Hjörtur Ólason er rekstrarstjóri Vagnsins. Fréttablaðið/ErnirÓli segir að sér finnist merkilegt hve gestirnir eru blandaðir, það sé alveg jafn mikið um Íslendinga á faraldsfæti og erlenda túrista. „Listunnandi Íslendingar sækja mikið hingað enda er þetta smá svona heimabær kvikmyndagerðarfólksins. Seyðisfjörður hefur listamennina, Flateyri kvikmyndagerðarmennina,“ segir Óli hlæjandi.Ákváðu að endurtaka leikinn „Við erum partíband og urðum í raun til bara fyrir tilstilli þess að vinkona okkar Ólöf Rut átti þrítugsafmæli. Það stóð ekkert til að stofna band en fyrstu tónleikarnir gengu svo vel að við vorum strax bókaðir í annað gigg. Og þannig hélt það áfram,“ segir Úlfur Alexander Einarsson um tilurð ábreiðuhljómsveitarinnar Bjartra sveifla. Hann segir þá hafa orðið band án þess að það hafi beint verið stefnan. „Við erum allir í öðrum hljómsveitum þar sem við spilum frumsamda tónlist en í Björtum sveiflum erum við bara í ábreiðunum.“ Úlfur segist ekki hafa verið á staðnum þegar nafnið var valið. „Þetta var smá svona strákahljómsveitagír. Ég kom bara inn í bandið og fékk ekki að ráða neinu,“ segir Úlfur hlæjandi og heldur áfram: „Mér var bara sagt hvað ég átti að gera.“ Í fyrra hélt hljómsveitin í fyrsta sinn tónleika á eigin vegum og var það á Vagninum á Flateyri. Undirtektirnar voru það góðar að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár. „Það var mjög skemmtilegt að spila í fyrra og gekk svo vel að auðvitað vildum við gera þetta aftur í ár. Svo erum við að spila hverja einustu helgi út sumarið. Næst spilum við í partíi fyrir Pink Iceland í tengslum við gleðigönguna,“ segir Úlfur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Tónlist Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira