Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 09:58 Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands. Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja 2,1 milljarð punda, jafnvirði 312 milljarða íslenskra króna, í undirbúning fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Fénu verður varið í að hamstra lyf, ráða fleiri landamæraverði og stærstu auglýsingaherferð á friðartímum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst ætla að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október nema sambandið fallist á að semja upp á nýtt um útgönguna. Sajid Javid, fjármálaráðherra hans, tilkynnti um aukið fé til undirbúnings fyrir útgönguna í dag. „Við viljum fá góðan samning sem afnemur ólýðræðislegu baktrygginguna. En ef við fáum ekki góðan samnings verðum við að ganga út án hans,“ sagði Javid og vísaði til írsku baktryggingarinnar svonefndu, ákvæði samningsins sem á að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæra- og tollaeftirliti á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Alls hefur ríkisstjórnin nú úr um 6,3 milljörðum punda, jafnvirði um 937 milljarða króna, að spila til undirbúnings Brexit án samnings. Af þeim fjármunum verður 434 milljónum punda varið í að tryggja að lyfjaforði verði í landinu og að hægt verði að flytja inn lækningarvörur. Þá verður fjárfest í flutningsgetu og geymslurými fyrir þær. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. 30. júlí 2019 23:30 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Oddviti skosku heimastjórnarinnar var ómyrkur í máli eftir fund þeirra Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í gær. 30. júlí 2019 10:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja 2,1 milljarð punda, jafnvirði 312 milljarða íslenskra króna, í undirbúning fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Fénu verður varið í að hamstra lyf, ráða fleiri landamæraverði og stærstu auglýsingaherferð á friðartímum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagst ætla að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings 31. október nema sambandið fallist á að semja upp á nýtt um útgönguna. Sajid Javid, fjármálaráðherra hans, tilkynnti um aukið fé til undirbúnings fyrir útgönguna í dag. „Við viljum fá góðan samning sem afnemur ólýðræðislegu baktrygginguna. En ef við fáum ekki góðan samnings verðum við að ganga út án hans,“ sagði Javid og vísaði til írsku baktryggingarinnar svonefndu, ákvæði samningsins sem á að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnu landamæra- og tollaeftirliti á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Alls hefur ríkisstjórnin nú úr um 6,3 milljörðum punda, jafnvirði um 937 milljarða króna, að spila til undirbúnings Brexit án samnings. Af þeim fjármunum verður 434 milljónum punda varið í að tryggja að lyfjaforði verði í landinu og að hægt verði að flytja inn lækningarvörur. Þá verður fjárfest í flutningsgetu og geymslurými fyrir þær.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. 30. júlí 2019 23:30 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Oddviti skosku heimastjórnarinnar var ómyrkur í máli eftir fund þeirra Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í gær. 30. júlí 2019 10:13 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00
Boris segir það undir ESB komið að tryggja að samið verði um Brexit Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands segir það undir Evrópusambandinu komið að tryggja útgöngu Bretlands úr sambandinu með samningi. 30. júlí 2019 23:30
Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00
Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Oddviti skosku heimastjórnarinnar var ómyrkur í máli eftir fund þeirra Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í gær. 30. júlí 2019 10:13