Íslenski boltinn

Nýtur enn ferðalags fótboltans

Benedikt Bóas skrifar
Margrét að gera sig tilbúna fyrir æfingu í gær. Valsstelpur eru í harðri toppbaráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn.
Margrét að gera sig tilbúna fyrir æfingu í gær. Valsstelpur eru í harðri toppbaráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 200. mark í efstu deild á þriðjudag. Margrét vakti snemma athygli fyrir að skora mörk en það munaði litlu að hún veldi frekar handboltann en fótboltann.

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 200. mark í efstu deild á þriðjudag gegn Stjörnunni. Hún skoraði þrennu í leiknum og hefur alls skorað 250 mörk í öllum keppnum. Margrét er 33 ára og hefur lengi verið í fremstu röð í kvennaboltanum. Hún er dóttir Viðars Elíassonar, sem varð Íslandsmeistari með ÍBV 1979 og þótti lunkinn knattspyrnumaður, og Guðmundu Bjarnadóttur.

Hún vakti snemma athygli fyrir markaskorun og var mætt til að skora mörk á Pæjumóti í Vestmannaeyjum nánast nýbyrjuð að ganga. Átta ára skoraði hún 33 mörk í sex leikjum í sjötta f lokki og átta í fimmta f lokki. Hún varð markahæst og Pæjumeistari með báðum f lokkum. Í frétt DV frá 1995 segir: „... er með ólíkindum að hún skuli aðeins vera 8 ára – enda krafðist þjálfari eins liðsins að fá að sjá fæðingarvottorð hennar, því þjálfarinn stóð fastar á því en fótunum að hún væri eldri og því ólögleg. Varð nokkur rekistefna út af þessu en svo kom auðvitað hið sanna í ljós,“ segir í fréttinni.

„Ég fékk góða eldskírn. Var að keppa við stelpur sem voru sumar höfðinu hærri og mörgum kílóum þyngri og miklu eldri. Þá var ég að spila með fimmta f lokki, átta ára gömul.“ Margrét spilaði fyrsta leikinn sinn í meistaraflokki árið 2000 þegar sjálfur Heimir Hallgrímsson henti henni, aðeins 14 ára, út í djúpu laugina. Fyrsta markið kom svo tveimur árum síðar. „Heimir tók mig með í einhverja leiki og Elísabet Gunnarsdóttir kemur svo fyrir tímabilið 2002 og það er mitt fyrsta alvöru tímabil. Þá er ég bara meistaraflokksleikmaður og hætti í handboltanum.

Það var erfitt val því kvennaliðið í Eyjum var frábært á þessum tíma. Það var þvílíkt lið og ég var ekkert langt frá því að velja handboltann. Fyrirmyndirnar voru þar frekar. Það hafði ekkert unnist í knattspyrnunni og ég var alveg þokkaleg í handboltanum. Var komin í meistaraflokkinn og þetta snerist ekkert um getu eða neitt. En þegar Beta kom þá breyttist allt.“

Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar einu marka sinna gegn Slóveníu í landsleik. Hún hefur skorað 78 mörk fyrir íslenska A-landsliðið.Mynd/Pjetur
Þrisvar yfir 30 mörk

Margrét skoraði sjö mörk í 11 leikjum en hún hefur þrisvar sinnum skorað yfir 30 mörk á einu tímabili. 2006 skoraði hún 34 mörk, svo 38 mörk á því herrans ári 2007 og 32 mörk árið 2008. Hún skipti yfir í Val árið 2005 en þá var komið að tímamótum.

„Beta hafði verið með Val í eitt ár og mig langaði að fara að æfa við bestu aðstæður. Heimir var að taka við karlaliðinu og ég hafði áhuga á að verða alvöru leikmaður og mér fannst tími til kominn að æfa við toppaðstæður. Fór af malarvellinum og parketi yfir í Egilshöll sem þá var ný og ég persónulega var komin með markmið og metnað.“

Margrét segir það forréttindi að umgangast ungar stelpur í dag sem eru að stíga sín fyrstu skref í Meistaraflokki. „Þær halda manni á tánum og hlusta á nýjasta rappið og þetta heldur manni ungum. En ég er nær mörgum foreldrum í aldri en þeim sjálfum stundum,“ segir hún og hlær. „Á meðan þetta er gaman og manni finnst maður hafa eitthvað fram að færa þá er engin ástæða til að hætta.“

Margrét á tvö börn og unnusta, sjúkraþjálfarann Einar Örn Guðmundsson, og því þarf að púsla töluvert nánast á hverjum degi. „Þetta er mjög óvenjulegt heimilislíf. Ég er heppin að eiga Einar, hann er mjög þolinmóður og börnin mín eru frekar þæg og góð þannig að þetta gengur vel. En við erum með lítið barn og það er ekki komið með dagvistun sem þýðir að oft er kvöldmatur eldaður í hádeginu og geymdur fram á kvöld í ísskápnum. Það þarf því að skipuleggja og púsla en öll styðjum við hvert annað og við erum að njóta ferðalagsins.

Margrét Lára fagnar marki í leiknum á móti Stjörnunni.vísir/daníel
Eldri strákurinn er orðinn fótbolta strákur og spilar reyndar með Fylki þannig að hann heldur ekki alltaf með mömmu sinni þegar ég er að spila. En það er gaman að sjá þegar börnin manns eru farin að lifa sig inn í hlutina því pabbi hætti eiginlega þegar ég fæðist. Hann kemur stundum á leiki og æfingar og fleira.

“Margrét segist reyna að fara hinn gullna meðalveg. Hún haf i aldrei drukkið áfengi og reyni að hugsa mikið um hvað hún láti ofan í sig og svo hjálpi að vera með sjúkraþjálfara á heimilinu.

„Ég hef aldrei verið mikið fyrir að fara út á líf ið og ég lifi alveg heilbrigðu og góðu lífi. En ég er ekki í neinum öfgum. Það er svo takmarkað hvað maður getur stjórnað hlutunum í þessu lífi.

Stundum næ ég þriggja tíma svefni og stundum átta. Það koma hæðir og lægðir í þessu líf i og mér finnst betra að láta hlutina koma til mín. Stundum koma góðir hlutir og stundum vondir og þá þarf að vinna úr því sem kemur upp. Það hefur líka ýmislegt komið upp á mínum ferli og ég reyni að vera í núinu og njóta þess sem kemur upp á hverjum degi. Ég hef gaman af fótboltanum, skrokkurinn er góður og þá nýtur maður ferðalagsins.“

Valsstúlkur fagna sigri í sumar en þær eru á toppnum í Pepsi Max deild kvenna.VÍSIR/DANÍEL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×