Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 20:30 Ólafur Örn Bragason segir það ekki rétt að verið sé að herða reglur um inngöngu fólks með ADHD í lögregluna. Vísir/Andri Marinó Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum. Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. „Það er ekki rétt, þau viðmið voru áður að það væri útilokandi þáttur en við uppfærðum þau viðmið 15. júlí síðastliðinn. Nú er talað um það að þetta geti verið útilokandi þáttur eftir mat en er ekki útilokandi þáttur lengur.“ ADHD-samtökin hafa mótmælt því harðlega að inntökuskilyrðum í lögreglunám hafi verið breytt. Samtökin fullyrða að þetta sé í fyrsta sinn sem þrengt sé verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD hér á landi. Ólafur ræddi þetta í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir að miðað við þau viðmið sem birt voru fyrr sé búið að slaka á viðmiðunum. Hann segir ADHD ekki hafa haft samband við lögreglu vegna málsins og hann hafi gjarnan viljað rætt við þau áður en kvörtun hafi borist. Þá hafi ADHD samtökin borið viðmiðin saman við norska herinn og segir Ólafur það ekki standast þar sem ekki sé her hér á landi. „Við viljum ekki bera okkur saman við her. Við berum okkur hins vegar saman við viðmið annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum.“ Það séu sérfræðilæknar sem setji þessi viðmið, ekki starfsfólk mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Sérfræðilæknarnir setji kröfurnar í samræmi við kröfur annarra lögregluháskóla á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Noregi.Íslensku kröfurnar séu skapaðar í mynd krafa sem séu í gildi í norska lögregluháskólanum á þessu starfsári.Hvað er það við ADHD sem fer ekki saman við störf lögreglunnar?„Vissulega er horft til lögreglustarfsins sem slíks við þetta mat og þau fjölbreyttu hlutverk sem lögreglan þarf að sinna og meðal annars hefur verið að horfa til forgangsaksturs í umferðinni og til meðferðar skotvopna og annarra krefjandi aðstæðna sem lögreglumenn þurfa að [takast á við].“ „Ef umsækjendur, alveg sama hvaða lyf það eru, við erum ekkert sérstaklega að horfa á ADHD í því tilfelli, en ef að viðkomandi er að nota lyf sem skerða hæfni viðkomandi til aksturs þá hefur það áhrif, vissulega.“ Áður en núverandi reglur tóku gildi voru einstaklingar með ADHD alveg útilokaðir frá lögreglunni en nú er búið að slaka á reglunum og eiga einstaklingar með ADHD möguleika á að komast inn í lögregluna. Gögn um umsækjendur í lögreglunám í haust munu fara beint til trúnaðarlækna þar sem allir umsækjendur verða metnir. Þegar því verður lokið mun mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar fá mat um það hvort umsækjandi standist kröfur eða ekki. Upplýsingar um það hvers vegna umsókn sé synjað verða ekki sýnilegar öðrum en trúnaðarlæknum.
Lögreglan Reykjavík síðdegis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira